Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 8
Guy de Maupassant: Glugginn Ég kynntist frú Jadelle í París í vetur. Ég varð óðar hrifinn af henni. Þú þekkir hana eins vel og ég.... nei, fyrirgefðu.... hér um bil eins vel og ég.... Þú veizt, að hún er hvort tveggja í senn: bæði hvikul og draum- lynd. Hún er einarðleg í framkomu og tilfinninganæm, en þóttafull og fyrtin. Hún var ekkja. Ég tilbið ekkj- ur, vegna þess, að ég er latur. Ég var í giftingarhugleiðingum og ég reyndi að koma mér í mjúkinn hjá henni. Eftir því sem ég kynntist henni betur, fannst mér meira til hennar koma, og ég afréð að biðja hennar upp á von og óvon. Ég var ástfanginn af henni og það munaði minnstu, að ég væri of ástfanginn. Þegar maður gengur í heilagt hjóna- band, ætti maður ekki að vera allt of ástfanginn af konunni, því að það gerir mann að bjána: Glati maður- inn húsbóndavaidinu sti'ax fyrstu nóttina, þá fellur það aldrei framar í hlut hans. Dag nokkrun setti ég upp hvíta hanzka, fór í heimsókn til hennar og sagði: „Frú, ég er svo hamingjusam- ur að elska yður, og ég kem til þess að spyrja yður, hvort ég megi gera mér vonir um, að falla yður í geð — það er heitasta ósk mín, að svo megi verða — og gefa yður nafn mitt“. Hún svaraði rólega: „Ég veit sannarlega ekki, nemá mér myndi að lokum lítast á yður, ég hef ekkert á móti því að hugleiða þetta. Þér eruð karlmannlegur í ytra útliti; en hitt er eftir að athuga, hvernig þér eruð skapi farinn og hvaða vana og óvana þér hafið. Flest 192 hjónabönd mistakast vegna þess, að báðir aðilar þekkja ekki hvort annað nógu vel, áður en þau giftast. Hinn minnsti hégómi, fastheldni í siðvenj- um eða trúarbrögðum, ávanar eða smávægilegir ágallar, hafa oft breytt hinum inniiegustu elskendum í hat- ramma féndur. Ég mun aldrei gift- ast, fyrr en ég þekki nákvæmlega öll skapeinkenni þess manns, sem ég hyggst að bindast. Ég verð að kynn- ast honum í næði og návígi mánuð- um saman.... Og nú sting ég upp á því, að þér komið og dveljið hjá mé»* á sveitasetri mínu í Lauville; þar munum við komast að raun um, hvort við hæfum hvort öðru.... Ég sé, að þér brosið, yður skjátlast, kæri vinur; ég mundi ekki stinga upp á þessu við yður, ef ég væri ekki alveg viss um, að ég þekkti sjálfa mig. Ég hef fyrirlitningu og viðbjóð á ást eins og þið karlmennimir skiljið hana, og ég mun aldrei missa stjórn á mér.... samþykkið þér tillöguna?" Ég kysti á hönd hennar: „Hvenær getum við byrjað?“ „Tíunda maí. Erum við ásátt um það?“ „Með ánægju". Mánuði seinna hafði ég komið mér fyrir í húsi hennar. Hún var sannar- lega óvenjulegur kvenmaður. Hún rannsakaði mig frá morgni til kvölds. Og þar sem hún hefur mikið dálæti á hestum, eyddum við mörg- um stundum á hver.ium degi á hest- baki, og töluðum um allt milli him- ins og jarðar, því að hún var ákveðin í að rannsaka hinar leyndustu hugs- anir mínar og skoðanir. Og hvað sjálfum mér viðvék, þá var ég allt of ástfanginn, til þess að brjóta heil- ann hið allra minnsta um það, hvort hægt væri að samrýma lundarfar okkar. Ég komst brátt að raun um, að ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.