Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 13
aÖ vinna má jafn-illt verk með því að „bœgja sannleikanum frá“, eins og með því að flytja bein Qsanniudi. I sambandi við þetta vil ég benda ráða- mönnum útvarpsins á, að flutnnigur á þýzk- uin fregnum tekur ótilblýðilega mikinn tíma í útvarpinu. Að skaðlausu mœtti takmarka lmnn að miklum mun eða vinsa betur úr en gjört er. Aftur á móti eru margir ,sem vildu fá endurvarp á íslenzku fregnunum frá Lond- on á sunnudögunum. — Haldið merkinu ■ bátt, útvarpsstjóri! „Veig'amestu bugsjónirnar“ eru þær, sem fela í sér siðferðilegt þrek — þó að allir komi ekki auga á það. Nú eru alvörutímar og ef til vill þýðing- armeiri en nokkru sinni fyrr, að baldið sé í rétta átt af þeim, sem leiða þjóðirnar — í útvarpi og blöðum. — Þökk fyrir afmælisfagnaðinn. Þökk fyrir alvöruna og ábyrgðartilfinninguna hjá ábyrgum mönnum ríkisútvarpsins. Þökk fyrir skemmtiþáttinn hans Páls og ítölskuna — stefin þurfa alltaf að vera með tilbrgiðum, svo að úr verði hrein list. K. Þ. T. Athugasemd. í síðasta befti Útvt. birtist eftir mig smá- grein um sérstaka tegund auglýsinga, sem útvarpið tekur til flutnings. — Ritstjórinn hnýtir aftan við hana dálítilli athugasemd, þar sem hann kveðst vera mér að ýmsu leyti ósammála, aðallega um „sumar verzlunar- auglýsingar", sem „eru beinlínis leiðbein- ingar, sem í hag koma“ og „hafa mjög oft almennt gildi fyrir lilustendur“, eins og rit- stjóri orðar það. Ég hélt því hvergi fram í grein minni, að engin verzlunarauglýsing œtti rétt á sér, heldur tók ég það skýrt fram, að ég teldi ekki samboðið Ríkisútvarpinu að flytja skrumkenndar auglýsingar um gæði einnar vörutegundar fram yfir aðrar. Mér skilst, að um þetta atriði munum við vera algerlega sammála. Ritstj. talar sýnilega um þær auglýsingar, sem ég hafði skilið und- nn, þ. e. þær, sem fela i sér rétta eða hlut- lausa frásögn um vöruna; en lætur þó líta svo út, sem við eigum báðir við sams konar auglýsingar. Hitt get ég ekki skilið, að nokkur telji, að auglýsing, eins og t. d.: „Allt af er hann beztur blái borðinn“, sem Ríkisútvarpið flutti um eitt skeið mánuð eftir mánuð, feli „beinlínis í sér leiðbein- ingar, sem hafa almennt gildi fyrir hlust- endur“. Ég leyfi mér að gera ráð fyrir, að um þetta séum við einnig á einu máli. — Þá heldur ritstj. því fram, að Ríkisútv. verði að afla sér tekna með auglýsinguni, til þess að geta rœkt menningarstarfsemi sina. Það má vel vera, að það hafi drjúgar tekjur af auglýsingunum og megi ekki missa af þeim. Það virðist þó sjálft hafa höggvið skai'ð í þá röksemd, þar sem það af sjálfs dáðum takmarkaði flutning almennra kveðja manna á milli og hvatti menn beinlínis til að láta þær sem mest niður falla. Þetta virðist ekki benda til þess, að útvarpið sé í brýnni fjárþörf, a. m. k. hefði sýnzt eðlilegra frá menningarlegu sjónarmiði, að skrumkenndu verzlunarauglýsingamar hefðu verið tak- markaðar á undan heillaóskaliveðjunum, því a.ð þótt þær megi teljast þarflitlar, þá eru þær þó meinlausar að mestu, en slíkt er ekki hægt að segja með sanni um fyrr- nefndar verzlunarauglýsingar. S. Eftir að mér hafði borizt ofanrituð grein, hringdi ég til greinarhöf. og spurði, hvern- ig hann hugsaði sér að greina skrumauglýs- ingarnar frá hinum. Hann svaraði: „Út- vai’psráð hefur á sínu valdi að skilja þar á milli á svipaðan hátt og það gerir nú með bókaauglýsingarnar". Ritstj. Ríkidœmi er ekki að eiga mikið, held- ur að nota það vel, sem maður á. Demokritus. Vér höfum einn munn og tvö augu; frá náttúrunnar liendi hefur því verið gert ráð fyrir, að við ættum að tala lítið, en liugsa mikið. Zenó. Svallarinn lifir eins og hann eigi stutt eftir ólifað, en hinn ágjarni eins og hann eigi aldrei að deyja. Arlstóteles. Vinur, sem þegir yfir brestum vorum, er ekki svo hollur, sem óvinur sá, sem brigzlar oss tun þá. Pytagoras. ÚTVARPSTlÐINDI 197

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.