Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 2
Umræður i Skálanum. — Ekki skil ég, hvað þeir ætla að gera með kapelluna, sem þeir hafa reist f Háskólabyggingúnni ? — Hún er handa guðfræðingunum, til að æfa sig í. — Já, en góði, ekki halda þeir þó ræð- urnar þar yfir tómum stólunum. — Jú, þeir þui’fa einmitt að æfa sig á því að tala af fjálgleik yfir tómum bekkj- um. Auglýsing í blaði írá 1917: „Til sölu mótorhjólhestur. Getur far- ið bensínlaust ofan Bankastræti og af- skaplega hratt á jafnsléttu, ef vel er ýtt á eftir. Símskeyti: „Guðrún hefur eignazt tví- bura. Vellíðan. Meira á morgun. Jón“. Heilsufræðl; „Andlegir sjúkdómar eru sumir bráð- smitandi, ekki síður en sýkla- og sníkju- dýrasjúkdómar, þótt með öðru móti sé. það er venjulega svipurinn og sjúkdóms einlcennin, sem smita. það hefur t. d. komið fyrir, að einn móðursýkissjúkl- ingur hefur smitað heilan hóp stúlkna í heimavistarkvennaskóla". (Heilsufr. eft- ír Sigurjón Jónsson). Otvarpstíðindi koma út vikulega aB vatrinum. 2S tölubl. 16 blaestður hvert. 3. Argrangur kostar kr. 7.50 til áskrifcnda oe greitSlst fyrir- fram. í lausasölu kostar heftlS 35 aura. Rltstjöri og: ábyrgBarmaSur: KRISTJÁN FRIÐRIKSSON BergstaSastr. 48. - Siml 49S7 Afgrr. í Austurstr. 12. - Stml 504« ílticefnnril: H/t. Hluatandlna. ísafoldarprentsraiSja b/f. Spákonan: það er svo að sjá sem kær- astinn yðar eigi von á arfi. Stúlkan: Er það mögulegt? Blessaðar reynið þér að komast að því hver þeirra það er. .. — ------... - . T|| Spákonan: „Maðurinn yðar verður hár, hraustur, göfuglyndur og auðugur,'. Konan: „Hvað það var indælt. En seg- ið þér mér eitt. Hvernig á ég að fara að því að losna við þann, sem ég er gift núna". Presturinn: Hvað sagði drottinn áður en hann skapaði konuna? Drengurinn: Hann sagði: Manninum er of gott að vera einsamall. Hann: Ef það er satt, að mennirnir séu komnir af öpum, hlýtur það að hafa verið sérstaklega fallcgur api, sem þér eruð komnar af, ungfrú“. í sögunni „Glugginn“, sem birtist í sið- asta hefti, höfðu síður ruglazt þannig, að lesmál, sem átti að vera á bls. 194, lenti á bls. 191. — Lesendur cru beðnir afsökunar á mistökunum. Skrillur keyptar! Framvegls kaupum vér skrítlur og stuttar, skemmtilegar frá- sagnir, sem aldrei hafa áður birzt í innlendum blöðum eða tímaritum. Hœst verð greiðum vér fyrir skrítlur um nafngreinda menn (helzt eitthvað þekkta), en þœr verða að vera þess eðlis, að ekki sé ásteeða til að ætla, að þær móðgi hlutaðeigendur. Komið með skrítlurnar á skrifstofu blaðsins í Austurstræti 12, eða skrifið oss, og vér munum senda yður greiðslu fyrir það, sem nothæft telst. ÚTVARPSTÍÐINDI. 202 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.