Nýja konan - 01.11.1935, Side 1

Nýja konan - 01.11.1935, Side 1
\ÝJA ^OIVM ÚTGEFANDI: KVENNANEFND K. F. í. 3. löliiblað. Reykjavík, í nóv. 1935. 4. árgangur. Ofriðarhættan og stríðið í Afríhu. Konur tökum höndum saman til að hindra stríðið! Á annan mánuð hefir nú ítalski fasisminn óáreittur feng- ið að drýgja hryðjuverk sín i Abessiníu. Á Aljessinísku eyðmiörkunum í fjallaskörðunum og 1 eyðilögð- um borgum liggja og rotna lík þúsunda ítalskra hermanna tuga þúsunda ahessiniskra lier- manna ásamt konum, börnum og gamalmennum. Engir þeirra, sem þarna liggja og rotna eftir ógurlegt dauða- stríð, eitranir, styngi, bruna, blæðingar, sundurtæting eða dauða af vatnsskorti liafa vilj- að þetta stríð. í Ítalíu og Abessiniu gráta konur og hörn ástvinamissinn. Þær hata stríðið. Ennþá liggja á vígvöllunum hundruð þúsunda liermanna, ungir menn í blóma lífsins, sem á að stappa í blóðkássu fyrir ítalska landvinningaauð- valdið. Vissulega er þetta blóð- uga stríðsæfintýri á móti vilja þeirra, þeir eru dregnir út í dauðann. Uin alla Evrópu er vígbúist af kappi. I öll vígi við Eystra- salt er nú komið fyrir fallbyss- um. Þýzka þjóðin sveltur, kjöt, fiskur, smjör og aðrar lífsnauð- sinjar eru sendar í neðanjarð- argeyma nýju skotgrafanna. Á liverri mínútu má búast við að þýzki fasisminn feti í fót- spor japanska og ítalska fasism- ans. Því fasismi þýðir stríð. — Enga snertir fasisminn og stríðið meir en okkur konurn- ar. Fasisminn þýðir fyrir okkur dýrslega kúgun, menn- ingarleysi, áþján — sult. Styrj- öldin þýðir fyrir okkur hung- ur, kvalir, ástvinamissi og dauða. Elestar konur liata stríð- ið og fasismann. Aðeins eru þær sér þess ekki sjálfar með- vitandi að það getur oltið á ])eim hvort liægt er að hindra þessar ógnir. Um allan lieim fylkir verka- lýður og frjálslyndir menn sér gegn Abessiníustríðinu. Verka- menn hindra vopna- og vistaflutninga til ítölsku herj- anna með verkföllum. Miljón- ir frjálslyndra manna og kvenna mótmæla styrjaldaræðinu. En ennþá er þáttaka þessara mótmæla ekki nógu almenn. Við konur, sem fæðum af okkur og ölum upp menn fram- tíðarinnar, við, sem alið höf- um við brjóst okkar þá menn (karla og konur), sem nú standa í blóma lífsins, rísum allar sem ein gegn yfirvofandi heims- stríði! Við hlið allra kvenna heimsins skulum við standa íslenzkar konur, mæður, ást- meyjar, dætur, og mótmæla þeirri skerðing lífsins, sem á að ské. Fní hvíldar- <>" s k e m m 1 i g a rði við Moskwa, J>ar sem verkafókið keniur saniau í frísluiiduin sín- ii m.

x

Nýja konan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja konan
https://timarit.is/publication/716

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.