Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 2
í Rcykjavík 1866—1875. í Minningabók porvalds Thoroddsen er ýraislegt um lííið í Reykjavík á æsku- dögum hans, sem nútíðaræsku ætti að þykja. gaman að heyra um. þorvaldur lýsir svo lífinu í Latínuskólanum (núver- andi Menntaskóla): Um Bjama Jónsson, rektor: Bjarni Jónsson var strangur og stjórn- samur og þoldi enga óhlýðni. Hann var stórbrotinn í framgöngu og mikilfengleg- ur að útliti, svo að enginn þorði að æmta né skræmta á móti honum, og Bjarni gerði sér engan mannamun og agaði eigi að síðui’ syni Trampe greifa en aðra pilta. Hann horfði ekki í, ef svo bar undir, að berja á piltum og jafnvel kennurunum, hann var bráður, en reiðin rauk fljótt úr honum, og laus var hann við alla lang- rækni og hafði jafnvel til að bjóða mönn- um „eitt glas af portvíni“, er hirting- unni var lokið. Drykkjuskaparöld var þá mikil um allt ísland og ekki sízt í Reykjavík. — Margir skólapiltar voru drykkfelldir, og tók Bjarni hart á því, ef piltar urðu útúr fullir eða höguðu sér hneykslanlega niðri í bæ, en ekkert hafði hann á móti því, þó að þeir hresstu sig á víntári í hófi, og um tíma máttu þeir, sem vildu, á laugardagskvöldum liafa toddydrykkju í herbergi dyravarðar. Ef einhver var leiddur fyrir rektor, sem drukkinn var, þá slapp hann, að sagt var, við nótu og ofanígjöf, ef hann gat gengið ÚTVARPSTÍÐINDI koma út vikulega ati vetrinum, 2S tölubl. 16 blatSsICur hvert. 3. ireangur kostar kr. 7.50 til áskrifenda og greiSist fyrir- fram. í lausasölu lcostar heftiö 35 aura. Ritstjðri og ábyreöarmaöur: KRISTJÁN FRIÐRIKSSON Bergstaöastr. .48. - Slml 4937 Afgr. 1 Austurstr. 12. - Slmi 5046 Útsrefandl: H/f. Hlustnndlnn. ísafoldarprentsmiOja h/f. beint eftir fjöl í gólfinu á skrifstofu Bjarna. Heimavist: Heimavist var í skólanum. Á Langa loftinu svaf ég í innsta rúmi vinstra meg- in. í flestum rúmum sváfu tveir piltar saman, að minnsta kosti hinir minni, og höfðu ofan á sér brekán eða úbreiður, nema þeir, sem sjálfir áttu yfirsæng. Eitt sinn kom trúboðspredikari um vor í undirbúningstíma undir vorpróf upp í skóla, og hóf þegar predikun inni í bekknum. Piltar sögðu honum þá, að það væri miklu hentugra íyrir hann, að tala úti á skólabletti í svo góðu veðri, þar gætu svo margir hlustað á hann; trúboðinn féllst á það, og svo þyrptust menn að honum á blcttinum. En í upp- hafi predikunarinnar var hann eftir sam- anteknu ráði tekinn og „tolleraður", hvernig sem hann sprikklaði; en þegar hann fann, að hann ekkert gat gert gegn ofureflinu, kom ró yfir hann, og í loft- köstunum heyrðist hann cndurtaka hvað eftir annað: „þetta varð hann að þola". Spurðu piltar hann á eftir, hvort hann vissi til, að Kristur hefði verið „tollerað- ur“, þeir hefðu aldrei heyrt þess getið. FÖTIN SKAPA MANNINN Látið mig sauma fötin. Guðmundur Benjamínsson P. O. Box 84. Laugavegi 6. Sími 3240. 218 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.