Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 6
Kona af kynþætti Dínara (Bayern). Kona af Alpakynþætti (Bayern). semdum og miðaðir við svo ólík sjón- armið, að ekki verður annað sagt en að vísindalegan grundvöll vanti með öllu til þess að kveða upp nokkurn dóm um yfirburði eins eða annars kynþáttar. Hins vegar virðast hæfi- leikar kynþáttanna vera með mörgu móti, og hefur einn þeirra þá gjarn- an kosti, sem annan skortir. Einn virðist vera beztur til að gera þetta, Kona af baltneskum kynþætti (sænsk). annar til að gera hitt. Og ef hvort tveggja er nytsamt, hvor er þá betri? Hvor er betri, bóndinn eða fiski- maðurinn? Hvor er betri, ljóðskáldið eða listamaðurinn? Allt eftir því hvernig á er litið og hvers þarf með í það og það skiptið. — Er nokkuð sérstakt, sem þér vilduð segja frekar í sambandi við þessi mál? — Ja, ég vildi kannske vekja at- hygli lesendanna á því, að þótt hrein- ræktun eins ákveðins kynþáttar sé talið sáluhjálparatriði í sumum lönd- um, þá hafa verið og eru margir merkir fræðimenn, sem halda því hiklaust fram, að heppileg blöndun kynþátta sé til menningarauka. Þannig segja sumir, að menning endurfæðingartímabilsins á Italíu á 14. og 15. öld, hafi mikið verið því að þakka, að þar í landi hafi blandazt saman norrænir menn og menn af Miðjarðarhafskynþætti. Og aðrir halda því fram, að framfarir Þjóð- verja í tækni og iðnaði og fleiru séu að töluverðu leyti sprottnar af því, að norræni kynþátturinn hafi bland- azt þar við Alpakynþáttinn á hæfi- legan hátt. Ég get ekkert sagt um, hvort þetta er rétt, en drep aðeins á það til þess að sýna, hversu mjög skoðanir þeirra manna, er rannsak- að hafa þessi efni, eru andstæðar. Lítt eða ekki rökstuddum fullyrðing- um um þessa hluti er því skynsam- legast að taka men nokkurri varúð. 222 ÚTVAEPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.