Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 10
gerði þá öruggari. Þeir héldu út með fjallshlíðinni niður að ánni. Það var kvalafuli ferð fyrir Eskil, því að í hvert skipti, sem sleðinn rakst í, kenndi hann mjög til, og það þótt sleðinn væri dreginn eins varlega og unnt var. Þegar að ánni kom, var sleðinn lagður í bátinn og róið niður ána. Af tröppum bænahússins gat ég í daufri morgunbirtunni séð, hvar þeir komu róandi í áttina til mín. Og eftir skamma stund var Eskil kominn inn í stofu, þar sem ég hafði áhöld mín og umbúðir. Ég gaf honum þegar morfínskammt. Og er ég hafði athug- að sár hans, sá ég, að nauðsynlegt var að koma honum sem fyrst á sjúkrahús og gera þar að sárum hans, því að tæpast var nokkur blett- ur á líkama hans ósærður. Var hann því á ný lagður í sleðann og dreginn niður að vatninu, látnin þar í bát og haldið með hann sömu leið og við höfðum komið. Þegar að bílnum kom, var það erfiðasta búið, og eftir nokkurn tíma náðum við slysalaust til sjúkrahússins. Þar voru fatatætlurnar þegar klipptar af Eskil og sárin könnuð. — Víða var hann bitinn alveg inn að beini. Til allrar hamingju hafði ekki brotnað nema annar handleggurinn. Á hnakkanum var skinnið flegið af á stórum bletti og einungis andlitið var ósært, en því hafði hann stungið ofan í snjóinn. Mér taldist svo til, að alls væri hann særður 51 sári. Þótt merkilegt kunni að virðast, gekk furðu vel að græða sár hans. Og eftir all-langan tíma var hann vinnufær orðinn, en töluvert bagað- ur í öðrum armi. En þetta varð kostnaðarsamt fyrir Eskil. Sjúkrakostnaðurinn og vinnu- tjónið gerðu lífskjör hans mjög erfið. Nú mæla lögin svo fyrir, að ríkið skuli bæta tjón það, er friðað bjarn- dýr vinni á búpeningi manna. En þótt við gætum ekki heimfært Eskil undir þessa lagagrein, ákváðum við samt að skrifa kónginum og báðum náðarsamlegast um, að Eskil yrðu veittar skaðabætur, þótt ekki væru meiri en sem svaraði verði eins geit- arskrokks eða kindar. Þetta bréf okkar varð tilefni til ó- trúarlegs rifrildis. Það gekk á milli margra yfirvalda og mektarmanna, og gamla deilan um villtu dýrin í Lapplandi reis upp að nýju. Þeir, sem aldrei höfðu séð björn annars staðar en í dýragarðinum í Stokk- hólmi, stóðu á því fastar en fótunum, að björninn væri mjög friðsamt dýi* og gerði aldrei manni mein. Aftur á móti voru margir, sem héldu hinu gagnstæða fram og drógu fram mörg gögn máli sínu til sönnunar. Um þetta var rætt aftur og fram í blöðum og á fundum, en ekki kom- izt að neinni fastri niðurstöðu. Og svo mikið var víst, að aldrei var leit- að álits þeirra, sem áttu að lifa í nábýli við björninn. En svo kom sú saga upp, að Eskil hefði sjálfur átt upptök að árásinni. Hann hefði skotið á dýrið og sært það og þannig egnt það upp. Eskil tók mjög nærri sér, þegar frásögn hans var ekki trúað og hann gerður að ósannindamanni. Ég réð honum til að láta þetta ekki á sig fá og hugga sig við það, að sannleikurinn mundi að lokum verða ofan á, og lét hann það gott heita. Að lokum tók ríkisvaldið þó skyn- samlega ákvörðun. Dag nokkurn kom tilkvnning frá kónginum um, að Eskil skyldi greiddur sjúkrakostnað- ur og auk þess dálitlar bætur fyrir áverka og þjáningar. Og þar með var því máli lokið. Lausl. þýtt af Á. S. 226 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.