Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Page 5

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Page 5
HALLGRÍMUR HELGASON TÓNSKÁLD Veturinn 1937 barst sú fregn heim til íslands, að ungur íslenzkur náms- maður í Þýzkalandi hefði vakið á sér eftirtekt fyrir frumsamin tónverk. Þessi maður var Hallgrímur Helga- son, sem þá stundaði nám við Landes- konservatorium í Leipzig. Hann út- skrifaðist héðan úr menntaskólanum 1933 og sigldi skömmu síðar til náms, fyrst til Kaupmannahafnar, en síðar til Leipzig. Þar hafði hann dvalið í 31/2 ár og stóð til, að hann lyki prófi fljótiega, en varð að hverfa heim áður, vegna styrjaldarinnar. Verk þau, sem H. H. samdi í Þýzkalandi voru: Tvær sónötur fyrir píanó, Til- brigði við eigið tema fyrir píanó, Is- lenzk svíta fyrir fiðlu og píanó og kanonisk tilbrigði fyrir strokkvart- ett við gamalt passíusálmalag. Síðan Hallgrímur kom heim, hefur hann samið fjöldamörg lög — eitt- hvað um 90 talsins —. Er hann því vafalaust eitt allra mikilvirkasta tón- skáld, sem nú er uppi með okkar þjóð. Sum af verkum hans hafa hlotið ótvíræða viðurkenningu, enda er hann talinn mjög vandvirkur. Meðal þess, sem nýlega hefur birzt eftir Hallgrím, er: ,,Sónata fyrir píanó“, „Fjögur sönglög", „Fjögur ís lenzk þjóðlög", „Islands Hrafnistu- menn“ og „Þriátíu smálög“. En meðal þess, sem óprentað er, má helzt nefna: „Heilög vé“ sem samið var í til- efni af vígslu nýju háskólabygging- arinnar, „Átta sönglög" fyrr karla- kóra, „25 endursamin íslenzk þjóð- lög“, „Fimm sönglög fyrir blandaðan kór“ og „10 létt lög fyrir píanó“. Af framangreindu sézt, að H. H. er mjög mikilvirkur tónlistarhöfund- ur, sem líklegur er til að eigi merki- lega framtíð. Og sérstök ástæða er til að fagna því, að hann er einn hinna fyrstu Islendinga, sem þegar á unga aldri hefur notið staðgóðrar fræðslu í tónfræði, en sem kunnugt er hefur þekkingarleysi mjög háð ýmsum af okkar gömlu og góðu tón- skáldum. I ritdómum, sem birzt hafa um verk H. H., hefur verið lögð áherzla á, að verk hans væru auðug að liljóm- rænni fjölbreyttni og litauðgi, en jafnframt bent á hinar beinu, sléttu línur í lögum hans. Hallgrímur Helgason flytur er- indi í útvarpið. föstudaginn 14. febr. Þar ræðir hann um iökun tónlistar almennt. VEGNA FORFALLA RJTSTJÓRANS getur blaðið ekki komið út í næstu viku, en í stað þess er blaðið töfalt að þessu sinni og með helmingi fleiri myndum en venjulega. Biðjum vér kaup- endur velvirðingar á þessu. ÚTVARPSTÍÐINDI 237

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.