Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 7
BARNATÍMI „VÖLSUNGA“ Foringi: Jónas B. Jónsson kennari. Útvarpstíðindi báðu Jónas um upp- lýsingar um félag „Völsunga", og segist honum svo frá: Skátafélagið ,,Völsungar“ er lítið og fámennt félag, enda aðeins 3ja ára gamalt. Heimilisfang þess er Lauga- nesskólinn í Rvík. Jón Sigurðson skólastjóri stofnaði félagið 22. febr. 1938 með 9 drengj- um úr skólanum, og tóku þeir nýliða- próf þann dag. Smátt og smátt hef- ur svo bætzt í hópinn, og nú eru 29 drengir í félaginu. Stofnendur félags- ins eru allir komnir í aðra skóla, en samt eru þeir hvað áhugasamastir og kenna nú yngri félögum sínum undir próf. Vor og haust förum við í ferðalög, lengri og skemmri, gangandi, hjól- andi eða á bíl, ef langt er farið. Oft- ast höfum við tjald eða tjöld með, og stundum er gist í þeim. En nú er það venja skáta í útilegum, er þeir koma í tjaldstað að kvöldi, og snæð- ingi er lokið, að kveikja bál skammt frá tjöldunum. Síðan setjast skátarn- ir kringum bálið — við varðeldinn. Þar eru svo sagðar sögur, lesin kvæði, gátur ráðnar og sungið. Það er ein skemmtilegasta stund í útileg- unum. En varðeld er ekki hægt að kveikja nema í góðu veðri. En hin sunnlenzka tíð gefur ekki alltaf þurr og góð kvöld, og við Völsungar höf- um alltaf lent í rigningu, svo að al- drei hafa verið kveikt bál í okkar ferðalögum. En hvað áttum við þá að gera? Einn fann þá upp á því snjall- ræði að hafa kvöldvöku. Á kvöldin hafa allir ferðalangarnir safnazt saman inni í stærsta tjaldinu. Tveir eða þrír drengir hafa séð um slcemmti atriði kvöldvökunnar — kvöldvöku- ráð —. Á kvöldvökunni eru svo lesn- ar upp sögur eða kvæði, palladómar um félagsmenn, tilkynningar um eitt eða annað, sem við hefur borið, aug- lýsingar um týnda muni o. fl. Þess á milli er sungið, — en söngurinn er óæfður og stundum ósamhljóma, en við syngjum samt og skemmtum okk- ur. Palladómum, auglýsngum, til- kynningum o. fl. er safnað saman, og birtist það^ í útlegumannablaði Völs- unga, sem heitir „Úrgangur". í þessum barnatíma ætla Völsung- ar að vita, hvort krakkar hafa nokk- urt gaman af að heyra brot úr kvöld- vöku okkar. En það er ekki hægt að taka nema lítinn hluta af okkar efni, því að mikið af því er bundið við um- hverfi, stað og tíma. ÖTVARPSTÍÐLNDX 239

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.