Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Side 20

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Side 20
Tórnas Ouðmundsson: KVEÐJA TIL ÞJÓÐARI N NAR (Mœlt fyrir munn útvarpsmanna). I. Vér heilsum vorri þjóð, og þér er þetta minni fært. pó gleymist margt, sem gengið er, skal glaðst við það, sem eftir fer. Og allt, sem hug og hjarta er kært, skal helgað þér! n. Við vitum ttll að ýmislegt var öðruvísi en bar, og játum þessa þungu sekt. Við þrautreyndum í okkar nekt að glæða okkar gáfnafar, en gekk það tregt. Mörg truflun hátt í hlustir skar, en hitt var líka þrátt, að dagskráin svo vesöl var að versta truflun margfalt bar af hinu, sem að hefði átt að heyrast þar. En þó að gengi ýmsu á, er annað meira vert: Ef árangur má einnig sjá og eyrum fólksins tekst að ná með því, sem ekki er illa gert og endast má! m. Nú herjar veröld heift og stríð. En hér skal okkar mið, að fylkja öllum frónskum lýð við fjall og strönd og höfin víð um nýja menning, frelsi, frið og fegri tíð. Og brenni hér hin bjarta glóð, og birti yfir senn! Og mál og saga, list og ljóð, skal lyfta héðan vorri þjóð með hverri kynslóð hærra en hún áður stóð. Og þeirrl trú við hittumst hér og heilsum þér í kvöld, að íslenzk menning sóml sér í sveit með því, sem tignast er f menning heims á hverri öid. — Vér heilsum þér! 252 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.