Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 5
Ræktun í kaupstöðum — framleiðslubætur Þann 18. febr. flytur Jens Hólm- geirsson erindi, er hann nefnir Atvinnubætur — framleiðslubætur. Hafa Útvarpstíðindi hitt J. H. að máli og spurzt fyrir um efni erind- isins. Fórust honum orð á þessa leið: — Á umliðnum árum hefur Al- þingi veitt nokkurt fé til atvinnu- bóta í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Alls mun fjárhæð þessi nú nema nær 4 miljónum króna. Auk þessa hafa hlutaðeigandi bæja- og sveitafélög lagt fram um tvo þriðju á móti framlagi Alþingis. Alls mun því fé það, sem til þessa hefur ver- ið varið, vera orðið um 10 miljónir króna. Þegar atvinnubótafé var fyrst sett á fjörlög, var svo til ætlazt, að því skyldi varið til atvinnubóta í kaupstöðum, þar sem atvinnuleysi væri mest. Jafnframt var svo ráð fyrir gert, að sem mest af fénu færi til greiðslu vinnulauna. Einnig var svo til ætlazt, að verkefni þau, er að væri unnið, væru ekki mjög að- kallandi. Þannig átti að tryggja, að fé þetta færi ekki til framkvæmda, sem í hefði verið ráðizt, hvort sem var. Afleiðing þessarar ráðstöfun- ar var svo sú, að einkum var unnið að óarðbærum verkefnum. Þetta'var hin gamla stefna sem fylgt var í öllum aðalatriðum. En 1939 kom fram ný stefna í málinu Með bréfi til hreppsnefnda og bæjar- stjórna, 19. maí 1939, leggur nú- verandi félagsmálaráðherra svo fyrir, að atvinnubótafénu skuli hér eftir fyrst og fremst varið til arð- bærra framkvæmda. í því sambandi benti ráðherrann sérstaklega á Jcns Hólmgeirsson er ættaSur úr Önundar- firði, en hefur lengi dvalizt á Isafirði. Ha.nn var bæjarstjóri þar 1935—1940. nauðsyn aukinnar ræktunar og út- gerðar. Haustþingið 1939 staðfesti svo þessa nýju stefnu með samþykkt varðandi málið. — Jafnframt var svo skipuð þriggja manna nefnd með fulltrúum þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna. Var henni fal- ið að gera tillögur til ráðuneytisins um meðferð og skiptingu þessa fjár, er nú nefndist framleiðslubótafé, í samræmi við hina nýju stefnu. Jens Hólmgeirsson hefur starfað í nefnd þessari og unnið að því að skipuleggja dreifingu fjárins. Jafn- framt hefur nefndin haft nokkur afskipti af atvinnumálum kaup- túna landsins yfirleitt. J. H. ferð- aðist í sumar milli kaupstaða og kauptúna, til þess að afla sér þekk- ingar á atvinnuháttum og afkomu- skilyrðum þeirra. Munu þau kynni verða lögð til grundvallar fyrir skiptingu fjárins í framtíðinni. I erindi sínu 27. febr. um ræktun í kaupstöðum og kauptúnum mun J. H. m. a. gera grein fyrir þeirri skoðun sinni, að það sé meginnauð- syn, að sérhver maður, sem lifir á daglaunavinnu eða sjómennsku, ÚTVARPSTÍÐINDI 261

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.