Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 10
Um viðlög. erindi PÁLMA HANNESSONAR, rektors Framheld. Stúlkurnar og piltarnir ætla nú að kveðast á nokkra mansöngva. pau takast í hendur og stíga við: 1. Garparnir ganga um grundina hratt. — Ljós brennur yfir henni, liljunni, glatt. 2. Víða fellur sjór yfir grundir. — Allt er laust með elskhuganum bundið. 3. þig man ég löngum, menja fegurst grund. — Ég sá þig við æginn blá um (aftan) eina stund. — Muntu seint úr mínum huganum líða. 4. Nær mun óg þann mann hér á landi fá — sem lætur mér rauðan hring af gullinu slá. 5. Geðsamleg gulls lín — gott ætla ég þér. Gerðu svo vel, góðin mín, að ganga með mér. 6. Hitti ég ungan hofman með harla glöðu sinni. — Hefi ég hann ekki í hvers- dagsræðu minni. — Vísa Skarphéðins um þórkötlu : Vegleg kona er sem vorsins sól — yljar allt um kring. Örvar gleðina, eggjar tunguna, brýnir vopn hinna vösku. Mörður talar við konu sína þórkötlu: Ég er ekki skáld eins og Skarphéðinn: Vegleg kona er sem vorsins sól, tendrar haturs bál og öfundar elda. Kvæði Sikarphéðins í brennunni: Gneistarnir sindra frá glóðum lifsins, glæða hatur og ást. En áform mannanna á örlagabáli, eyðast sem visnað gras. Vér brennum — vér brennum sem kyndlar á aldanna eilífu strönd. 7. Hljóðgóðar hindir við hönd höfum fest. — þú kyssir þíðast — og þú kveður ein bezt. 8. Ég sá þá ríða riddarana þrjá. — þeir vildu mínum fundinum ná. 9. Samt skal ég unna þeim svanna. — Alla mína dagana — meðan ég man til manna. — 10. Sú er ástin heitust, sem bundin er meinum. Er því bezt að unna ekki nein- um. 11. Svei mér ef ég syrgi hana. Sjáið þið, hvar hún fer. — Einhverja dyrgjuna — ætlar guð mér. * Við skulum nú koma innar í bæinn. þar situr eldra fólkið við samræður. Held- ur kveðst það lítið kunna af viðlögunum, en lætur þó til leiðast. Og nú byrja bænd- urnir: 1. Hvað er fegra en sólarsýn, er sveimar hún yfir stjörnurann. — Hún vermir, hún skín og hýr gleður mann. 2. Margur prísar sumarið fyrir fagran fuglasöng, en ég — hæli vetrinum — því nóttin er löng. 3. Skín á skildi — sól og sumarið fríða. — Dunar í velli, er drengir burtu ríða. 4. Fölnar fold, firnist allt og mæðist. — Ilold er mold, hverju sem það klæðist. — Konurnar skjóta nú orðið í belg: 5. Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund. Hugsaðu um það hýr sveinn, á hverja stund. 6. Ríddu þig undir lundinn og bittu þar þinn hest. Trúðu þínum stallbróður, en sjálfum þér bezt. 7. Gaklctu hægt um gleðinnar dyr og gáðu að þér. Enginn veit sína ævina fyrri en öll er. Nú er púns á borð borið, og drykkja hefst. þegar frá líður léttist skapið og kvæðin: 1. Fram í runninn meðan má mínum beiti ég plógi. Ekki eru brunnin kolin smá í Lundúnaskógi. 2. Klókar eru konurnar á fundum. Af 208 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.