Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 11
mér guma þœr erindi mín, cn launin góð lítil gjalda á stundum. 3. Tvisvar sinnum til hefi ég reynt við tróðu gulls í vetur. í þriðja sinni, þá fór langtum bctui’. 4. Svo var hún fögur sem sól í heiði renni. Augun voru sem baldinbrá — bar þar hvergi skuggann á. Sá er sœll, er sofna náir hjá henni. 5. Bíddu min við Bóndahól, baugalofn- in svinna. þar er skjól og þar vil ég þig finna. 6. Fátt er mér til fljóða, fer ég víða um heim, ónáttúran bannar það, ég unni þeim. 7. Væri brandur minn búinn með stál, skyldi ég ekki flýja löndin fyrir þau kvennamál. 8. Hirði ég aldrei, hver mig kallar vond- ann. Heldur kyssi ég húsfreyjuna en bóndann. Frammi í stofunni dunar nú dansinn. — þar kveður æskan: 1. Ef fengi ég vængi, sem fugl á aldin- kvist. þá skyldi ég fljúga á stuttri stund — til hennar, sem í huganum bezt ég unni. 2. Setjum gullsöðulinn á gangvarann væna. — Við skulum ríða í lund þann hinn græna. 3. Skemman gullinu glæst, glóir hún öll að siá. — þar leikur jafnan minn hugur- inn á. — 4. Sefur hind á heiði — stungin svefn- þorn. Skal hún ekki vakna vilja, veiga- norn. Loks kemur fram stúlkukind og kveð- ur fyrir afkomendur sína, meyjarnar á 20. öldinni: Engelskir mínir gáfu mér rauða reim. — líka bjór á kagginn minn, þegar ég kom heim. — Við sýnum nú á okkur fararsnið. En forstöðumanninum þykir enn ekki nóg. Hann kallar á fólkið úr dansinum, vel- ur fallegustu stúlkuna og piltinn úr hópnum og lætur þau kveða að skilnaði: 1. Fagurt svngur svanurinn um sumar- langa tíð. þá mun list að leika sér, mín liljan fríð. — Fagurt syngur svanurinn. 2. þangað vildi ég ríða á þann hinn græna skóg, er laufið vex á víðum og rót- in er undir góð. — 3. Fagrar heyrði ég raddirnar úr Nifl- ungaheim. Ég get eklci sofið fyrir söngv- unum þeim. 4. Svanurnn syngur víða, alla gleðina fær. — Blómgaður lundurinn í skúgi grær. 5. Blítt lætur veröldin, fölnar fögur fold. — Langt er síðan yndið mitt var lagt í mold. G. Angantýr og Hjálmar, þeir hjuggust í ár. — Sundur er á brynjunni hringurinn blár. 7. Úti ert þú við eyjar blár, en ég er setztur að dröngum. Blómin fagur kvenna klár, kalla ég löngum. — Kalla ég til þín löngum. — 8. Brunnar eru borgimar, böl er að því. — Mínar eru sorgirnar þungar sem blý. þannig líður vakan og næturhiminninn hvelfist yfir dalinn. Flest viðlaganna eru eftir ókunna höf- unda. þau eru ekki borin út úr orðhofi Eddufróðra skálda, heldur runnin beint frá hjarta þjóðarinnar — og sá, sem ekki kemur til þeirra eins og barn, hann nýtur þeirra ekki. þau lýsa ekki stórfelldum at- burðum, heldur tilfinningum mannlegra manna, ástum þeirra og unaði, angri þeirra og þrá, sem iistin hefir léð hvíta vængi söngsins. — Einkennilegt er það, hversu mörg viðlaganna eru tvíræð. Ein- hver uggur bíður þar oftast á næsta leiti við gleðina. Og gegnum hin óbrotnu orð þeirra og myndir, gefur sýn yfir hálf- rokkin lönd, óskalönd og ævintýra, sem þrátt fyrir allar gulli glæstar skemmur og skógarlunda eru með íslenzkum brag, ís- lenzkum blikum og blóma. Mér finnst þau bera blæ öræfanna, og kveða við sama tón og sunnan þeyrinn söng í eyra mér liér á árum áður, þegar allt var ævintýri og draumur. í upphafi þessa máls brá ég upp mynd frá liðnum tíma. — Ég ætla að enda með annarri, yngri og alls ólíkri. — það er í Htilli baðstofu með palli i öðrum enda. — Ung kona situr á pallinum. Hún ruggar barni sínu í vöggu og kveður: ÚTVARPSTÍÐINDI 207

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.