Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 12
Músik í útvarpinu. þátturinn „Takið undir" og erinda- flokkurinn „Um skilning á tónlist" eru 2 nýir liðir í vctrardagskrá útvarpsins. Um hinn fyrrnefnda lið, „Takið undir", hafa hlustendur margir látið ánœgju sína í ljós — bœði hér og annars staðar. Hins vegar hefur fullkomin þögn ríkt um hinn liðinn og fer því miður. Ég man eftir liinni glöðu rödd Páls Is- ólfssohar', þegar hann sagði mér í síma frá áætlun sinni: að skýra Pastoral-sym- foniu Beethovens þannig, að einkum sveitafólkinu þætti gaman að, — þannig að hræðslan við hugtakið „symfonia" eða „hljómkviða", sem víða hefur komið fram hjá áhcyrcndum, hyrfi eða minnk- aði að einhverju leyti, — þannig, að sem flestir ákvæðu að opna fyrir útvarpinu næst, þegar „symfonia" yrði leikin, í stað þess að ski'úfa fyrir ... Og ég man eftir hinum þreytulega svip Páls, þegar ég hitti liann og þakkaði hon- um fyrir þetta erindi. „Ég er hættur í vet- ur“ sagði hann. Ég þóttist slcilja hann: Árangurinn svaraði ekki áreynslunni. — Er svo? Og hvers er þá sökin? — Síðastl. mánudag söng Haraldur I. Jónsson íslenzk þjóðlög með undirleik útvarpshljómsveitarinnar. Mun það hafa verið í fyrsta skipti, sem Haraldur kom fram sem einsöngvari á þessum stað. — Haraldur Jónsson á mikla, hreina og svala tenor-rödd. Framburður hans er góður og að því leyti alveg prýðilegur, sem snertir myndun samhljóðanna, sem hvergi rjúfa laglínuna. Hann er ánægju- lega laus við tilfinningadaður og væmni, sem eru orðin sorgleg einkenni margra tenora okkar, jafnvel þótt frægir séu. Har- aldur er norrænn söngvari í beztu merk- ingu þess orðs, enda bar efnisval hans um kvöldið þess greinileg merki. Sá galli var þó að nokkru leyti á söngskránni og að öðru leyti á meðferð hans á lögunum, að hraðinn fór aldrei út fyrir „andante"- takmarkið. En þannig varð flutningurinn heldur þunglamalegur (Austan kaldi!). Væri eflaust gott, ef hann reyndi að glíma við túlkun hraðra og léttfleygra laga til þess að sigrast á þessum stirðleika, hvort sem hann er líkamlegs eða skapræns eðl- is. — Lögin „það mælti mín móðir", „Björt mey og hrein“ og „Til þin fer mitt ljóðalag“ eru gimsteinar í safn íslenzkra þjóðlaga og sett í viðeigandi og í senn frumlegan búning af Karli 0. Runólfs- syni. þökk fyrir! R. A. „Immanúel heitir hann, herrann minn hinn dýri. Með vísnasöng ég vöggunni þinni stýri“. þetta er hin íslenzka móðir — ísland sjálft. þannig hefur hún stýrt vöggu kyn- slóðanna og vakíð þær til lífsins með vísnasöng. þannig hefur hún setið í þolin- móðu trausti á sinn dýra herra, stutt hið veika til vaxtar og varðveitt hinn dýr- mæta arf þjóðarinnar, tunguna, menning- una. Og á þennan hátt hygg ég að henni hafi tekizt að leysa af ætt sinni þann læð- ing, senr köld ráð og höggvi fegin hönd Gissurar þorvaldssonar hafði að henni snúið. Sunnudaginn 19. jan. s. 1. var útvarp frá fundi góðtemplarastúkunnar „Framtíðin" í Reykjavík. Meðal annars flutti dr. med. Helgi Tómasson þar erindi um áhrif á- fengis á líkamann. Var þar í stuttu máli gorð grein fyrir nýjustu niðurstöðum vís- indanna á þessu sviði, en þær eru harla merkilegar og styðja mjög málstað bind- indismanna. Vísindin halda sem sé því fram, að skaðlegustu áhrif áfengisins séu þau, að heilafrumurnar lamist, svo að þær missa að meira eða minna leyti hæfileik- ann til að anda, en við það truflast eðli- leg starfsemi þeirra. Og þetta kemur ekki aðeins fram hjá þeim, sem neyta áfengis, úr hófi fram, eru ofdrykkjumenn, heldur 268 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.