Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 2
 Bóndi úr Eyjafirði kom eitt sinn inn í kjötbúð K. E. A. og bað kjötbúðarstjór- ann, Jóh. Kr0yer að kaupa af sér kú til slátrunar. Kr0yer var tregur, en bauðst loks til að kaupa helminginn af kúnni. — En hvað á ég að gera við hinn helm- inginn? spyr bóndi. — Láta hann lifa, svaraði Kr0yer. Létt fóður. pegar Gunnar Benediktsson þjónaði Grundarþingum messaði hann einn dag sem oftar að Munkaþverá, og hlýddi Stefán bóndi á messuna eftir venju. Að lokinni messu á Munkaþverá fór séra Gunnar yfir að Kristneshæli og flutti guðsþjónustu yfir sjúklingum, en Stefán hafði einnig brugðið sér þangað, og lenti hann í messugerðinni. Er lokið var guðs- þjónustunni, settust þeir báðir að kaffi- drykkju hjá yfirlækni hælisins. Hafði prestur þá orð á, að Stefán væri ærið guðhræddur, er honum nægði ekki að hlýða messu hjá sér heima á Munka- þverá, heldur elti sig út í Kristnes til að heyra messu. Segir þá Stefán: „það er nú með mig eins og rollurnar mínar. þvíi léttara hey, sem þeim er gefið, því meira þurfa þær af því“. Svo bar til á Bretadansleik í hernumd- um bæ hér á landi, að stúlka ein var að ÚTVARPSTlÐINDI koma út vikulega aB vetrinum, 28 töiubl. 16 blaSsIður hvert. 3. árgangur kostar kr. 7.50 til áskrifenda og greiSist fyrir- fram. í lausasölu kostar heftiS 35 aura. Ritstjóri og ábyrgSarmaður: KRISTJÁN PRIÐRIKSSON EergstaSastr. 48. - Simi 4937 Afgr. I Austurstr. 12. - Slmi 5046 Útgefnndil H/f. Hlustnndinn. ísafoldarprentsmiSja h/f. dansa við liðsforingja og segja honum frá ætt sinni. Kvaðst hún m. a. geta rakið ætt sína til Bretakonunga. Nokkru síðar voru þau stödd í hópi nokkurra liðsforingja og dansmeyja þeirra, og voru þeir að hvetja þær til að koma til Englands að stríðinu loknu og heimsækja þá. Liðsforinginn, sem dansað hafði við konungsættuðu stúlkuna, snýr sér þá að henni og segir: „það þýðir víst ekki að bjóða yður heim, því þér verðið auðvitað alltaf hjá frænda yðar“. Skömmu eftir að núveiandi ritstjóri blaðsins íslendingur á Akureyri tók við starfi sínu, vildi það eitt sinn til, að efni þraut í blaðið. Kom í ljós um hádegi út- komudaginn, að enn vantaði einn dálk. Ritstjórinn settist við að skrifa ýmsa smápistla til að fylla blaðið með, en er búið var að „setja" þá, kom í ljós, að enn vantaði tvær línur. Ritstjórinn greip pappírsblað og skrifaði: Mikið efni bíður næsta blaðs, vegna þrengsla. Með þessu tókst að fylla rúmið, sem eftir var. Oatine-Cream, Oatine-Sápa, Oatine-Púður, Oatine-Tannkrem, Oatine-Rakkrem, Oatine-Talkum. Þessi heimsfrœgu vörumerki fást nú aftur hjá Theódór Siemsem, Eimskipafélagshúsinu. Oatme PREPARATIONS 274

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.