Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 5
Síbelíusarkvöld. Hið merka, finnska tónskáld, Jean Sibelius, átti 75 ára afmæli í vetur. Reyndar er nú nokkuð langt um liðið til þess að minnast þessa atburðar laus hagyrðingur hinum megin á hnettinum eigi um sárt að binda mín vegna. Það komst einu sinni svo langt, að mér var synjað um upp- lestur í útvarpið af þessum ástæð- um. Aðrir segja, að ég dragi nokkuð mikinn dám af skáldbróður mínum, Jóhannesi Kr. Að sjálfsögðu gef ég engar upplýsingar í þessu máli. Það er nógu slæmt, þegar kvæðin sjálf koma upp um mig. — Þú ert illræmdur fyrir það, að yrkja rimlaus kvæði. Sumir segja, að það sé rímið, sem gerir kvæðið að kvæði. Hvað segir þú um þessi fræði? — Það skiptir ekki svo miklu máli, hvort maður er góðkunnur eða illræmdur fyrir skáldskap. Að mínu áliti er allur skáldskapur vitleysa, nema helzt, ef hann er lesinn aftur á bak. Ég tók mig einu sinni til og las skáldsöguna ,,Förumenn” aftur á bak. Það ættu fleiri að gera. 1 sann- leika sagt, kann ég ekki að ríma og það er þess . vegna, sem ég yrki svona! — Hvernig líkar þér lífið hér í Reykjavík? — Mér finnst lífið nokkuð gott, ef ekki er allt of mikið moldrok. Ég levfi mér ekki að setja út á nokkurn skanaðan hlut, nema ef til vill, hvernig líkneskið af Jóni Sigurðssyni snýr. Ég vona, að ég eigi eftir að vera mjög lengi hér í bænum. helzt í Vesturbænum. Hg vona, að allir menn verði ákaflega ríkir. Hvað við- víkur utanríkismálunum, þori ég ekki neitt að segja, enda verð ég ekki spurður um þau. Jean Sibelius. nú, þar sem fæðingardagur Sibelius- ar er þ. 8. desember. En betra er seint en aldrei — segja menn, og því mun Hallgrímur Helgason, sem er hlustendum kunnur, tala um tón- skáldið þrd. 4./3. og láta menn heyra nokkur dæmi af verkum þess. — Si- belius er fæddur í Tavastehus í Finn- landi. Nam hann upphaflega lög- fræði við Helsingforsháskóla, en breytti brátt um stefnu og stundaði tónlist með tilsögn finnskra kennara og síðar í Berlín og Vín. Hlutverk það, sem Sibelius tók sér á hendur, var hliðstætt því, er Ed- vard Grieg hafði unnið í Noregi og Carl Nnelsen nokkru seinna í Dan- mörku: að skapa þjóðlega og sjálf- stæða tónlist í sínu landi — að svo piiklu leyti, sem um ,,,þjóðlegt sjálf- stæði“ getur verið að ræða á vett- vangi listarinnar. En listin heimtar ekki síður en önnur menning gagn- kvæm áhrif manna og þjóða til þess að þroskast. Músik Sibeliusar mun ekki geta talizt „skemmtileg". Litir hennar eru sterkir en fremur dökkir eða dimm- ir, þó að búningurinn sé oft viðhafn- armikill. Virðist þetta í samræmi við hið finnska skaplyndi og landslag, eins og hljómhlýjan og „dúr-sælan“ hjá Carl Nielsen við hið danska eðli og hin gustmikla hrynjandi í döns- ÚTVARPSTÍÐINDI 277

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.