Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 6
FAR VERÖLD ÞINN VEG Á kvöldvökunni 5. marz n. k. les Aðalsteinn Sigmundsson kennari upp kafla úr skáldsögunni „Far, ver- öld, þinn veg“, eftir Jörgen-Frantz Jacobsen. Útvarpstíðindi hafa hitt A. S. að máli og spurt hann um höfund- inn og bókina. — J.-F. J. var Færeyingur, segir hann, fæddur í Þórshöfn 29. nóvem- ber 1900. Hann var afbragðs gáfu- maður og var því settur til mennta. Að loknu stúdentsprófi tók hann að lesa sögu og frönsku við Hafnarhá- skóla. 22 ára gamall veiktist hann af berklaveiki og tók aldrei á heilum sér síðan. Hann lá alltaf af og til í heilsuhælum, en þegar af honum bráði, tók hann jafnskjótt til vinnu og náms og hlífði sér þá hvergi. Hann lauk háskólaprófi og var talinn mjög efnilegur sagnfræðingur. — Blaðamaður var hann við Politiken nokkur ár og skrifaði þar margar neðanmálsgreinar, einkum um fær- evsk, íslenzk og norsk efni. Síðust þeirra var löng og afburða snjöll grein í árslok 1937. um kennslumál- ið í færevskum skólum. en það átti að vera danska, samkvæmt konung- legri tilskipun frá 1912. Sú grein átti vafalausan þátt í því. að þau fyr- irmæli voru numin úr gildi árið eft- ir, og hafði þá staðið um þau 26 ára um Griegs við það norska. — Meðal hinna ýmsu verka Sibeliusar skulu einkum nefnd 7 symfoníur og önnur hljómsveitarverk — eins og t. d. „Finnlandia", sem margir hlustend- ur munu kannast við. R. A. 278 jurgen-p rantz Jalcobsen. látlaus hríð. En Jörgen-Frantz lifði það ekki. Hann lézt í marzmánuði 1938. — Skrifaði hann margar bækur? — Tvær bækur um Færeyjar eru til eftir hann, önnur um sambandið við Dani, en hin lýsing á landi og þjóð. Og svo þessi eina skáldsaga, sem hann lét eftir sig í handriti. Hann skrifaði hana á banasænginni, oft fárveikur. En þess sjást engin merki á bókinni. Á hvaða máli er sagan skrifuð? — Á dönsku. Hún kom út hjá Gyldendal sumarið 1939, og hlaut svo afburða góðar viðtökur, að um nýjársleytið 1940 voru komin út af henni 20.000 eintök. William Heine- sen skáld, vinur höf., sá um útgáf- una og ritaði formála. Hann var áð- ur eini Færeyingurinn, sem gefið hef- ur út skáldrit á dönsku, bæði ljóð og sögur. — Skrifa ekki einhverjir skáldsög- ur á færeysku? — Jú. Fyrsti og lengi eini skáld- ÚTVARPSTÍÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.