Útvarpstíðindi - 02.03.1941, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 02.03.1941, Blaðsíða 6
Samtal við Jóhannes úr Kötlum. Jóhannes úr Kötlum býr nú í Hveragerði og unir sér þar vel; flutti þangað í haust með konu sína, ný- fædda dóttur þeirra og son, Svan úr Kötlum, sem nú er 11 ára. Ég brá mér nú á dögunum í heim- sókn til Jóhannesar og hitti svo heppilega á, að þeir rithöfundarnir Kristmann Guðmundsson og S’gurð- ur Heiðdal urðu samferða í bílnum. Sigurður hélt áfram, en Kristmann var einmitt þennan dag að flytja til Hveragerðis, þar ætlar hann að setj- ast að og hafa gott næði til sinna ritstarfa. Og þegar við stigum út úr bílnum, stóð þar bíspertur Kristinn Pétursson listmálari, hann býr einn saman í því húsi, sem kallað er „Gras- garðurinn". — Héæ er bara risin upp lista- mannanýlenda, varð manni að orði. I Hveragerði er fleira en eldur og brennisteinn, goshverir og gufa. — Þar er kvennaskóli og garðyrkju- skóli, og þar eru gróðrarstöðvar og blóm — og margt gott fólk . Jæja. Leið mín lá til Jóhannesar, og hann var gott heim að sækja. Frá þessari heimsókn segi ég ekki frekar. Ég var þarna í tvo daga og annað kvöldið barst talið að upplestri hans í útvarpið þ. 9. marz. — Hvað ætlarðu að lesa? — Ég les upp úr síðustu kvæðabók minni, ,',Elífðar smáblóm“, sem kom út fyrir jólin í vetur. — Já, vel á minnzt. Sumir hafa víst hneykslast á nafninu á þeirri bók. — Svo mun vera; ég hef sjálfur orðið þess áskynja. Þeim hinum sömu mun þvkja kenna nokkurs hroka í nafngiftinni. Raunar átti ég alls ekki við ljóðin sjálf, þegar ég valdi bók- inni þetta heiti, heldur þær lifandi verur, menn og málleysingja, sem þar er um fjallað. Annars skiptir þetta litlu máli, því að séu jafnvel „Is- lands þúsund ár, eitt eilífðar smá- blóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn — og deyr“, hvað mun þá um þessi aumingja kvæði mín, von- andi deyja þau þá líka og það held- ur fyrr en seinna. — Þú hefur verið við fjárvörzlu uppi á öræfum undanfarin sumur. Hvernig líkaði þér það? — Ég kann ætíð vel við mig á fjöllum uppi og þar hef ég lifað marga mína yndislegustu daga, enda er ég alinn upp á afskekktu heiðar- býli. Því miður erum við nokkuð tor- næmir á mál náttúrunnar og skynj- um lítt það undarlega samspil, sem tengir saman land og fólk og tungu. Mér finnst íslenzkap fyrst uppleys- ast í hið eiginlega litróf sitt í þögn- inni uppi á öræfum, en á slíkum tak- mörkum hins óskilgreinilega gefst maður oftast nær upp við að yrkja — eða þá að maður yrkir eins og venjulegur smaladrengur. — Já, þú sýnist einmitt yrkja með nokkuð öðrum hætti en áður í þess- ari síðustu bók. Er það vegna áhrifa frá útilegunni? — Vel má svo vera að einhverju leyti. Annars eru sum kvæðin eldri en það, að um slíkt geti verið að ræða. Þessi bók er að sumu leyti eins konar hvíld frá öðrum stærri og tímabær- ari viðfangsefnum, orkt fyrir sjálf- an mig og önnur þau fullorðin börn, sem langar til að leika sér ofurlítið við náttúruna í kringum sig og börn hennar, rétt eins og í gamla daga. Og umfram allt: Það býr ekkert á 294 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.