Útvarpstíðindi - 02.03.1941, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 02.03.1941, Blaðsíða 8
Nýju viðfækin. Samtal við Friðrik A. Jónsson. Friðrik A. Jónsson, starfsmaður hjá Viðtækjaverzlun Ríkisins, er ættaður frá Bolungarvík. Hann nam símritun í loft- skeytaskólanum hór 1925, en frá því út- varpið tók til starfa, 1930, var hann starfsmaður þess, þar til hann, 1934, tók við starfi því hjá Viðtækjaverzluninni, sem hann hefur gegnt síðan. Undanfarið hafa verið miklir örð- ugleikar á útvegun nýrra viðtækja. Ekkert tæki hefur verið fáanlegt í Viðtækjaverzluninni svo vikum skipti. „Hvenær koma nýju tækin“, hafa menn sagt sín á milli. Nú hafa „nýju tækin“ smátt og smátt verið að koma undanfarið. Hafa því Út- varpstíðindi snúið sér til Viðtækja- verzlunarinnar og haft þar eftirfar-’ andi samtal við Friðrik Jónsson, starfsmann þar: — Hafið þér mikið úrval af við- tækjum nú sem stendur? — Þessa stundina höfum við eng- in tæki til, fremur en stundum áður. En við vonumst eftir þeim nú í marz. — Nú, — fenguð þið ekki stóra sendingu af viðtækjum alveg nýlega? — Jú, við fengum nokkur hundr- uð tæki fyrir jólin. En þau seldust flest öll á einum degi. Eins og marg- ir munu minnast, gekk sú sala svo fjörugt, að nauðsynlegt var að lög- reglan veitti aðstoð sína þann dag allan. Viðskiptavinirnir, sem biðu af- greiðslu, voru stundum um 200. — Eru fleiri dæmi þessa úr starfs- sögu Viðtækjaverzlunarinnar? FerSaviðtæki. — Nei, svo langt hefur það aldrei gengið áður — ekki hjá okkur, og líklega eru engin dæmi til slíks hjá annarri verzlun hér á landi — nema ef vera skyldi hjá Áfengisverlun Ríkisins nú í seinni tíð. En yfirleitt hefur það verið svo þrjú síðustu ár- in, að vér höfum ekki getað fullnægt eftirspurninni eftir viðtækjum. Árin 1937—’39 stafaði þessi vönt- ,un af gjaldeyrisörðugleikum. Helzt fengust þá innflutt viðtæki frá Þýzkalandi, en einnig nokkuð frá Hollandi. — Síðastliðið ár breyttist þetta. Þýzkaland lokaðist, en innieign- ir söfnuðust í Englandi, svo að síðan hafa ekki verið neinir örðugleikar á að fá keypt tæki þar. Þó hefur það atvikast svo, að við höfum ekki feng- ið nóg þaðan. Stafar það einkum af hinni hraðvaxandi sölu hér heima, en einnig af ýmsum töfum af völd- um styrjaldarinnar við afgreiðslu og flutning tækjanna hingað. — Voru þá seld miklu fleiri tæki síðastliðið ár en undanfarin? — Já, miklu fleiri. Árið 1939 voru seld um 550 viðtæki, en s. 1. ár um 1500. Flest þeirra voru frá Englandi. — Hefur þessi flutningur við- skiptanna frá einu landinu til ann- ars ekki valdið ykkur örðugleikum á útvegun varahluta? — Jú. Sérstaklega að því er snert- ir lampana. 1 Þýzkalandi er yfirleitt 296 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.