Útvarpstíðindi - 02.03.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 02.03.1941, Blaðsíða 9
notuð önnur gerð af lampastæðum en í Englandi, svo að ekki er hægt að nota ensku lampana í þýzku eða hol- lenzku tækin, án þess að breyta þeim verulega (þ. e. skipta um lampastæði o. fl). — Allt að þessu hefur þetta þó ekki komið verulega að sök, vegna þess, að vér höfðum nokkrar birgðir iampa, er stríðið skall á, en þær eru nú óðum að þrjóta, svo að erfiðleik- arnir fara smátt og smátt að koma fram. Annars dregur það nokkuð úr þessum örðugleikum, að Viðtækja- verzlunin hefur aðallega flutt inn viðtæki frá þremur helztu verksmiðj- Evrópu (Philips, Marconi og Tele- funken), og þó gerðirnar frá hverri verksmiðju séu margar og mismun- andi, þá hafa þær þó margt sameig- inlegt, sem auðveldar viðhald þeirra og öflun varahluta — en eins og áður er sagt á þetta ekki við, að því er lampana snertir. — Eru margar tegundir af lömp- um í þeim viðtækjum, sem aðallega eru notuð hér? — Já. Síðastliðið ár voru tegund- irnar komnar upp í 270, og það sem af er þessu ári, hafa enn nokkrar komið til viðbótar. — Hafa orðið miklar framfarir á sviði viðtækjaiðnaðarins síðustu ár? — Já, þær hafa orðið margar. Ýmsar þeirra eru þess eðlis, að al- menningur verður þeirra lítið var. Tóngæði, næmleiki og fl. þ. h. hefur smátt og smátt færzt í betra horf. En þær endurbætur, sem mesta at- hygli hafa vakið hjá almenningi, voru þær, þegar bylgjusviðið frá 10 til 50 metrar bættist við byígjusvið þau, sem fyrir voru, þ. e. frá 200 til 500 og 1000 til 2000. Stuttbylgjurnar voru fyrst teknar í notkun hér á landi á árunum 1933 og ’34. Fólk hér í Rvík fagnaði alveg sérstak- lega þessari endurbót, því að nú gat það náð útvarpi frá erlendum stöðv- um með minni truflunum en áður og á þeim tíma dags, þegar annað út- varp náðist ekki vegna truflana. — Nú orðið eru til viðtæki með áframhaldandi bylgjusviði, allt frá 5 metrum upp í 2000, eða er ekki svo? — Jú, þau eru að vísu til, en fá hér á landi, enda eru þessi þi'jú svið, sem ég nefndi áðan, sérstaklega ætl- uð útvarpi. önnur bylgjusvið eru í rauninni sama eðlis, en sú skipun hefur verið höfð, að nota þau fyrir firðviðskipti o. fl. þ. h. Má þar t. d. nefna miðanir, vegna flugvéla og skipa og skeytasendinga milli skipa og landa; í sumum löndum hefur líka lögreglan tekið þessa tækni í þjónustu sína, og svo mætti lengi telja. önnur endurbót á viðtækjum, sem orðið hefur á seinni árum, var það, þegar farið var að byggja tæki, sem hægt var að nota bæði fyrir rið- straum og rakstraum jöfnum hönd- um. Sú endurbót hefur orðið og verð- ur mjög til hagsbóta öllum þeim, sem byggja þá staði, er eiga fyrir hönd- um að breyta um straumtegund. Þá má nefna endurbót, sem eiga mun framundan mikla hylli hjá þeim, ,sem ekki hafa rafstöðvar (með spennunni 110 og 220 volt). Eru það hinir svo nefndu „vibratorar". Þeir geta komið í stað háspennu- rafhlöðunnar, sem margur mun hafa misþyrmt með orðum, þegar ending- in ekki hefur orðið svo, sem vonast var eftir. Vibratorarnir eru nú inn- byggðir í ný tæki, en einnig mun vera hægt að fá þá sérstaka, svo að unnt sé að setja þá við eldri tæki. Að síðustu vildi ég svo nefna hið svo nefnda dreifiband, sem er í sam- bandi við stuttbylgi usviðið — og einnig mun verða mjög vinsælt, því að Framhald á bls. 299. ÚTVARPSTÍÐINDI 297

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.