Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 5
Færeyskt kvöld Norræna félagið gengst fyrir fær- eysku kvöldi þ. 16. marz. K. Djurhuus sýslumaður í Suðurey í Færeyjum flytur þar ræðu. Djurhuus hefur nú dvalið hér um tveggja vikna skeið. Hann er for- maður viðskiptanefndarinnar fær- eysku, sem hefur setið á rökstólum með íslenzku ríkisstjórninni um við- skiptamál fslands og Færeyja. Ég hitti K. Djurhuus þar, sem hann dvelur að Hótel Borg og hef tal af honum. Djurhuus reynist mjög orðvar í viðræðum þeim, sem okkar fara á milli. Auðheyrt er, að hann vill sem minnst láta eftir sér hafa. Um störf nefndarinnar vill hann ekkert segja fram yfir það, sem felst í hinni afar stuttorðu yfirlýsingu, sem birt var í dagblöðunum að viðræðun- um loknum. Djurhuus segir góðæri í Færeyjum og að yfirleitt séu ástæður atvinnu- lífsins allar svipaðar þaroghér.Sams konar velgengni í ísfiskveiðunum og hins vegar svipaðir örðugleikar fyrir hendi. Enginn grundvöllur er til verulegra viðskipta milli Færeyja og íslands, en samvinna um vörusölu er til athugunar, segir Djurhuus. Ann- ars segist hann vera ánægður með árangur fararinnar. f útvarpsávarpi sínu segist hann muni leitast við að skýra frá ríkj andi ástæðum í fiskveiðamálefnum Fær- eyinga. Þótt viðtal okkar yrði ekki langt hef ég gaman af heimsókn minni til Djurhuus sýslumanns. — Hann varðist að vísu allra frétta, en ég dáist að því, hvað framkoman er hnitmiðuð, eðlileg og vingjarnleg. Sú þjóð, sem ætti marga slíka menn til Felix Guömundsson. Afengis- skömmtunin Mánudaginn 17. marz flytur Felix Guðmundsson erindi, er hann nefnir: Áfengisskömmtunin. Útvarpstíðindi spurðu hann, hvaða atriði hann mundi taka til meðferð- ar í erindi þessu. Honum fórust orð á þessa leið: — Stjórn Stórstúku íslands eða að koma fram fyrir sína hönd er- lendis, held ég að væri vel á vegi stödd í því efni. Og þegar ég geng niður stigann á Hótel Borg, verður mér að hugsa á þá leið, að e. t. v. liggi Færeyjar mitt á milli íslands og Danmerkur í fleiri en einum skiln- ingi. Danski fyrirmaðurinn hef- ur stundum þótt óþarflega elskuleg- ur — en sá íslenzki aftur hið gagn- stæða (sumir hverjir ekki lausir við ruddaskap og skort á fágun í fram- komu) — ea þarna var maður, sem í þessu efni gekk öruggum skrefum á hinum gullna meðalvegi. K. F. ÚTVARPSTÍÐINDI 309

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.