Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 6
framkvæmdanefnd er kosin árlega af Stórstúkuþinginu. 1 stjórninni hefur hver maður sitt ákveðna hiutverk að vinna. Ég er gæzlumaður löggjafar- starfs. Ber mér að fylgjast með lög- gjöf og löggæzlu, áhrifum lagasetn- inga og ástandi þeirra mála á hverj- um tíma. Starfi þessu hef ég nú gegnt í átta ár. Flest árin hef ég flutt yf- irlitserindi um áfengismálin næsta ár á undan og auk þess nokkur er- indi um áfengislöggjöf annarra þjóða o. fl., er varðar þau mál. Að þessu sinni fjallar erindi mitt aðallega um áfengisskömmtunina, sem komið var á síðastliðið haust, svo og um áfengiskaup landsmanna s. 1. ár. Um skömmtunina má sitthvað segja. Hún hefur bæði orðið til gagns og ógagns. Líklega hefur hún þó fremur orðið til góðs, þegar tekið er tillit til allra aðstæðna. — í erindinu mun ég gefa yfirlit um áfengiskaup í hverjum kaupstað, þar sem áfeng- issala er leyfð, og eins heildarsölu á öllu landinu árin 1939 og 1940. Þá verður skýrt frá, hve margir hafa tekið áfengisbækur, bæði konur og karlar. Ástæða er til að ræða þar nokkuð þá alvarlegu staðreynd, að um 4000 konur hafa fengið áfengis- bækur hér í Reykjavík. Einnig mun ég minnast á afstöðu og framkvæmd stjórnarvaldanna á áfengissölu og skömmtun áfengis. Og síðast en ekki sízt mun ég lýsa þegnskap og þroska fólksins á þessum alvöru tímum. Verður ekki komizt hjá því, að benda á þau áhrif, sem fólkið hefur á það, hvert gagn má verða af þeim til- raunum, sem gerðar eru til þess að takmarka og uppræta drykkjuskap og nautna sýki. Er þess alltaf þörf hverju þjóðfélagi. En alveg sérstök nauðsyn er að hafa hemil á slíku í hernumdu landi. % 310 Þúsundhjalasmiðurinn Eg hef marga öldu séð ægilega rísa, síðast brýtur siglutréð sú — er ég á vísa. Jón S. Bergmann. Á kvöldvökunni á miðvikudaginn flytur Karl Halldórsson tollþjónn erindi um Jón S. Bergmann og les ljóð eftir hann. Viljum vér vekja athygli á þessum lestri, því Bergmann var þess verður, að eftir honum sé munað. Jón Bergmann var Húnvetningur að ætt og uppruna. Fæddur að Króks- stöðum í Miðfirði þann 30. ág. 1874. Snemma bar á margþættum hæfi- leikum Jóns, andlegum og líkamleg- ,um, enda urðu störf hans um ævina á ýmsum sviðum. Hann stundaði al- menna sveitavinnu, formennsku og fiskiveiðar, fór víða erlendis, dvaldi meðal annars 7 ár í Englandi og nam svo vel enska tungu, að hann orti á því máli án erfiðleika. Hann var lög- ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.