Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 7
Rlþýðukveðskapur í Skagafirði Útvarpserindi Ólais á Hellulandi Niðurlag. Árið 1929 voru nokkur bændanám- skeið haldin í Skagafirði. Þar flutti Sigurður skáld frá Arnarvatni erindi um samvinnu að tilhlutun S. í. S. Páll Z. frá Viðvík talaði um naut- griparækt, Ragnar Ásgeirsson flutti erindi um garðrækt og sáðgróður, og Helgi Hannesson, nú kaupfélagsstj. á Rauðalæk í Rangárvallasýslu tal- aði um hirðingu áburðar o. fl. Þessir ráðunautar voru þannig búnir: Sigurður var á bláum cheviot- fötum, Ragnar Ásgeirsson í gráum fötum, Páll í móbrúnum vaðmáls- fötum, tættum í Múlakoti, og Helgi Hannesson í grænum fornmannabún- ingi með græna kjölhúfu. regluþjónn í Hafnarfirði og hafði á hendi ýmis ritstörf, enda pennafær og skrifaði prýðisfagra hönd. Kenn- ari var hann við unglingaskólann á Hvammstanga um skeið. Snjall íþróttamaður var Jón og hið mesta hraustmenni, skapmikill og ekki væginn, ef á móti blés. Jón var drengskaparmaður mildll og hvers konar undirferli mætti skeleggum andstæðingi, þar sem hann var. Sann- leikurinn var sá konungur, sem hann dáði og vildi berjast fyrir. Jón varð þjóðkunnur fyrir ljóð sín, sérstak- lega ferskeytlurnar. Á því sviði komst hann svo langt, að fáir hafa gert betur. Tvær ljóðabækur hafa komið út eftir hann: „Ferskeytlur“ og „Farmannsljóð“. Þar er þó ekki nema nokkur hluti ljóða hans, því að mildð hefur glatazt með öllu. ölkær var Jón og þótti gott að dvelja í sölum Bakkusar, eins og eftirfarandi vísa ber með sér: Gísli Ólafsson kvað um þessa ræðu- menn, fyrst um búninginn, svo um ræðuefnið: Frá Arnarvatni var hér blár, úr Viðvík Móri slyngi, úr Reykjavík var garpur grár, en grænn úr Rangárþingi. Ó1 á framsókn einn með spekt, annar um beljulýtin, þriðji sáði furðu frekt, fjórði bar á skítinn. Að námskeiði loknu á Sauðárkróki var dansað. Gísli stóð í dyrum á dans- salnum, og eitt sinn, er Ragnar Ás- geirsson líður þar fram hjá í dans- Þar er gestum greitt til máls, glöggt er hvað þeir meina, því að gleðigyðjan frjáls gengur þar um beina. Jón mun ekki hafa talið lánið leika við sig í lífinu, sbr. þessa þjóðkunnu vísu: örðugt var mér oft um gang yfir hraun og klungur; mér hefur risið fjall í fang frá því ég var ungur. En upp vildi hann aldrei gefast: Klónni slaka eg aldrei á undan blaki af hrinu þótt mig hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Jón Bergmann dó í Reykjavík 7. sept. 1927, aðeins 53 ára að aldri. Var mikill sjónarsviptir við brottför hans úr röðum íslenzkra alþýðu- skálda. ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.