Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 11
að gagni. Ég bjó mér til bindi og setti fyrir augu mín eftir fyrirmælum hans, ég gekk með lituð gleraugu, ég vökvaði augu mín með dropum, sem hann færði mér, og ég notaði smyrsl hans og duftskammta. Ég drakk meira að segja lýsi, sem hann kom með, þótt mér byði mjög við því. Þegar hann kom heim af sjúkra- húsinu, spurði hann mig alltaf með kvíða í röddinni, hvernig mér liði og ég svaraði: „Ég er miklu skárri“. Og mér fór stöðugt fram í því að blekkja sjálfa mig. Þegar augu mín flutu í tárum, huggaði ég mig við það, að þetta væri góðsviti, og þegar mér vöknaði ekki um augu, var ég mjög hreykin yfir dugnaði bónda míns. En það leið ekki á löngu, unz sárs- aukinn varð mér óþolandi. Ég sá ekki lengur handa skil og mig verkjaði í höfuðið, bæði daga og nætur. Og manninum mínum leið mjög illa, engu síður en mér, það fann ég greinilega. Og ég vissi að hann leitaði tilefnis til að geta sent eftir öðrum lækni. Að lokum lét ég á mér skilja, að e. t. v. ættum við að láta einhvern annan líta á augu mín. Honum létti við þessa uppástungu mína og fór þegar á fund ensks lækn- is og fékk hann heim með sér. Ég veit ekki, um hvað þeir töluðu, en svo mik- ið skyldi ég, að ókunni læknirinn á- taldi mann minn harðlega. Þegar læknirinn var farinn, var bóndi minn þögull og hugsandi. Ég tók um hendur hans og sagði: „En hvað mér þótti þessi maður ósiðaður og ruddalegur. Hvers vegna komstu ekki heldur með indverskan lækni? Það hefði verið miklu betra. Held- urðu að þessi maður viti meira um augun mín, en þú?“ Bóndi minn var enn þögull nokkur augnablik, svo mælti hann, og hafði varla vald á rödd sinni: „Kumo, það verður að skera upp augu þín“. Ég lét sem ég væri hálf ergileg, og einungis vegna þess, að hann skyldi hafa dulið mig þessa svona lengi: ,„Og þetta hefur þú alltaf vitað“, sagði ég, „og þú hefur ekki minnzt á þetta fyrr. Hélztu að ég væri þvílíkt barn, að ég hræddist uppskurð?“ Þetta hafði góð áhrif á hann: „Það eru ekki margir karlmenn, sem leggj- ast á skurðarborðið án þess að láta sér bregða“, sagði hann. Ég hló að honum: „Satt mun það“, sagði ég. „Karlmenn eru einungis hetjur í augum kvenna sinna“. Hann horfði á mig og sagði með al- vöruþunga í röddinni: „Þú hefur öld- ungis rétt að mæla. Við karlmenn er- um hörmulega hégómlegir". Ég hélt áfram að gera að gamni mínu: „Ertu nú viss um það, að þið standið okkur konunum á sporði í hé- gómaskapnum ?“ sagði ég. Þegar Dada kom, tók ég hann á eintal og mælti: „Dada, það hefði sjálfsagt orðið mér til góðs, ef ég hefði farið að ráðum læknisins, sem þú komst með, en því miður varð mér það á, að þvo mér upp úr lyfinu í stað baðvatnsins. Og síðan hefur veiki mín stöðugt ágerzt og nú er svo komið, að framkvæma verður upp- skurð“. „Maðurinn þinn vildi sjálfur ann- ast læknisaðgerðir á augum þínum“, svaraði Dada, „þess vegna hætti ég að skipta mér af þessu“. „Nei“, svaraði ég. „Ég hef í laumi farið eftir öllum fyrirmælum þíns læknis". Þannig laug ég. Þau örlög eru okkur konum sköpuð, að við sífellt erum neyddar til að Ijúga: sem mæð- ur ljúgum við til að róa börn okkar, og sem eiginkonur beitum við sömu brögðum við feður barna okkar. Við ÚTVARPSTÍÐINDI 315

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.