Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 14
mennina með því að gefa öllum kost á að sjá fegurstu listaverk liðinna kynslóða og samtíðarinnar. Lista- söfnin eru í senn sameiginlegur fjár- sjóður allrar þjóðarinnar og heil- brigð hvöt listamannanna um að veí’ða þess umkomnir og verðugir, að verk þeirra verði eign fólksins. Þjóðfélag, sem óbeinlínis stuðlar að því, að listin verði leiksoppur í höndum duttlungafullrar tízku og auglýsingabrasks og kaupmennsku- hæfileika listamannanna sjálfra, er ofurselt þeirri hættu, að málararnir skapi tízkuglingur á stofuþil fá- mennrar peningastéttar og óbrúan- legt djúp myndist, — annars vegar milli alþýðu og hins vegar tízkuþræla með skildingsmark á handverki sínu. Þess vegna er krafa listamanna og krafa fólksins sú, að vér eignumst listasöfn, þar sem öllum verði gefinn jafn kostur á að sjá úrvalsmyndir beztu málara fslands — að listin verði ekki til eingöngu listarinnar vegna — heldur vegna fólksins. — Því að ísland á að vera menningar- land“. Rödd írá hlustanda. Vér íslendingar erum á annað hundrað þúsund að tölu. Þótt ekki sé það ýkja stór hópur, finnst mér endi- lega, að með lagi ætti að geta tekizt, að finna í þeim hópi nægilega margt fólk með sæmilega viðfelldna rödd til þess að gegna þularstörfum í útvarp- inu. Ekki virðist þó útvarpsráði ganga vel að finna slíkan mann. — Undanfarin kvöld hefur verið látinn kyrja yfir okkur fréttir og annað út- varpsefni maður, sem hefur ákaflega óviðfelldinn málróm, bæði að mínum dómi og allra þeirra, sem ég hef heyrt minnast á upplestur hans. Ég vil ekki með nokkru móti lasta mann- inn, því að ég þekki hann ekki neitt. Veit ekki einu sinni hvað hann heitir. Ég ímynda mér, að þetta sé ágætis- maður, líklega alveg afbragðsmaður og vel hæfur til flestra starfa ann- arra en að vera útvarpsþulur. í einfeldni minni álykta ég, að flestir eða allir útvarpshlustendur séu þannig gerðir, að þeim falli bet- ur að hlusta á þýðan og viðfelldinn málróm, heldur en harkalegan og grófan, eða á einhvern hátt óviðfelld- inn. Útvarpsráð ætti að láta þennan nýja mann í útvarpinu hætta að gegna þulstörfum og fá til þess mann með þægilegan málróm, einhvern á borð við Þorstein Ö., sem menn eru almennt harðánægðir með. Þetta er sanngirniskrafa frá útvarpshlustend- um, sem óforsvaranlegt er af útvarp- inu að fullnægja ekki. S. A. (Hlustandi á Akranesi) . Takið undir! Ég þakka fyrír þáttinn „Takið undir", þessar ómenguðu gleðistundir, það kemur jafnvel sorgmæddustu sál í sólskinsskap, að hlusta á liann Pál. Hann endurlífgar fólksins fornu dyggðir, nú flæðir söngur yfir landsins byggðir, nú er ei lengur aðeins hlustað á, hver einasti nú taka lagið má. Og söngurinn er sameiningaraflið. með söng er hægra lífs að vinna taflið, því söngur er í ætt við eilíft vor, hann yngir mann og léttir erfið spor. Sælt er að skapa sólarríkar stundir — sómi er að æfa kórinn „Takið undir", þó heyrt fái aðeins söngstjórinn og séð sárafáa af þeim, sem raula með. Með kærri kveðju. Söngelsk kona. Hver Eden hefur sitt skilningstré. Neyðin kennir mönnum miklu oftar að ljúga en að biðja. 318 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.