Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 10
Jón Jóhannesson. r Ur Brandstaðaannál, Erindi Jóns Jóhannessonar cand.mag Miðvikudaginn 26. marz mun Jón Jóhannesson frá Hrísakoti í Húna- vatnssýslu flytja erindi um Brands- staðaannál og lesa nokkuð upp úr honum. Annállinn er ritaður af Birni Bjarnasyni, er bjó á Brandsstöðum í Blöndudal og var mjög samvizku- samur fræðimaður. Sögufélagið Hún- vetningur í Austur-Húnavatnssýslu og Húnvetningafélagið í Reykjavík gefa annálinn út, og kemur hann út á næstunni, en Jón Jóhannesson hef- ur búið hann urtdir prentun. Björn hefur frásögu sína á Móðuharðind- unum, þegar sveitamenn höfðu „helzt að lifa á kúm og kræðu“, og var þó gagn kúa oft lítið sökum heyskorts. Vegna hans „var tíðkanlegt, þar kvistland var og grænt gras á jörðu, að yrja með þar til gerðu járni, þá jörð eða rindar voru auðir, til að gefa kúpeningi, og víðir rifinn á haustin" í sama skyni. Um aldamótin 1800 gefur hann rækilegt yfirlit um hag manna og margt fleira, t. d. búning, þegar „höfðingskonur höfðu í faldi laufaprjóna með gylltum laufum. Fagrar voru þær þá í sólskininu, sem uppljómaði þá gyllinguna". Mjög er sagt frá árferði, og hefur skotið nokkuð í tvö horn um það, þá sem nú. T. d. var svo snjóasamt 1802, að „í fardögum sá á þrjár þúfur í Gafls- velli“ í Svínadal. „Þá gjörði dráps- hríð mikla. Stóð þá sumstaðar fé mál- þola inni“, — og í 8. viku sumars var „ís á vötnum öllum og ýmsum ám“, en hafísinn fór í Augusti lok“. Önnur ár gefast hins vegar „að öllu óblönduð árgæzka“. Ekki var verzl- unin stundum á marga fiska. 1822 „urðu menn fegnir að fá“ í Höfða- kaupstað „salt, járn og steinkol. Hvað annað sóttu menn suður“. Langar mundu Húnvetningum þykja slíkar kaupstaðarferðir nú. Margt annað olli mönnum erfiðleikum á þeim dög- um. 1841 var svo mikill grasmaðkur, að eyddi nálega heilar sveitir, og um Hólminn í Skagafirði „færðust á- fram þykkvar rastir yfir 100 faðma langar“. Ekki voru þá síður ýmsar fjárpestir en nú. 1856 kom fjárkláð- inn mikli, og segir Björn rækilega frá honum. Kemur þar margt skringilegt fram: sundurlyndi manna og ráðleysi, fálm og tvískinnungur. Alls konar kviksögur lágu í loftinu. Lítil atvik urðu að ferlegum tíðind- um, en kláðinn lifði og lifir enn. Því miður entist Birni ekki aldur til að skýra frá þessu máli til loka. Hann andaðist 1859, en annálinn þrýtur árið áður. Hér hefur aðeins verið drepið á fátt eitt til að gefa mönnum hugmynd um efni hans, og má ætla, að hann verði ýmsum fræðimönnum kærkomin heimild, er fyllir lífi hold- lausar beinagrindur persónu- og st j órnmálasögunnar. 330 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.