Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 12
ég, að það voru tvö öfl, sem háðu bar- áttu hið innra með mér. Gleðin yfir þeirri tilhugsun að vegna eiðsins, sem eiginmaður minn hafði unnið, væri honum ómögulegt að giftast annarri, hafði fest djúpar rætur, og ég gat ekki slitið þær upp. En hin nýja gyðja, sem nú hafði einmitt tekið sér öndvegissessinn í sjálfri mér, sagði: „Vel gæti svo farið, að það væri nauðsynlegt fyrir mann þinn að rjúfa eið sinn og giftast annarri konu“. En konan í mér sagði: „Hugs- anlegt væri það, en eiður er alltaf eiður, því verður ekki um þokað. Gyðjan í mér sagði: „Það er ástæðu- laust, að þú fagnir yfir því“. En kon- an í mér svaraði enn: „Víst er það rétt, sem þú segir, en hann hefur unnið eiðinn“. Og þannig héldu þær áfram að deila. Að lokum hleypti gyðjan brúnum og þagði og skuggi sárrar angistar settist að sál minni. Eiginmaður minn var sem iðrandi syndari og hann leyfði ekki að þjón- ustufólkið ynni störf mín, hann vildi annast þau öll sjálfur. I fyrstu var mér það uppspretta ósegjanlegrar gleði og hamingju, að þurfa að sækja allt til hans, að vera honum algjör- lega háð, jafnvel um allra lítilfjör- legustu smámuni. Með þessu móti gat ég líka bezt haldið honum í návist minni, en síðan ég missti sjónina, var þörfin á því að hafa hann hjá mér margfalt meiri en áður. Mér fannst ég ekki geta án hans verið nokkra stund. Og vegna þess, að ég gat ekki séð hann lengur, kröfðust þau skilningarvit mín, sem heilbrigð voru, meira en áður. Ég varð að heyra til hans og vita hann hjá mér. Þegar hann var burtu, var sem ég svifi í lausu lofti og sú taug, sem tengdi mig við heiminn, væri í sund- ur. Áður, þegar hann hafði komið seint heim frá sjúkrahúsinu, hafði ég ver- ið vön að opna gluggana í stofunni minni og horfa niður eftir veginum. Vegurinn var sú taug, sem tengdi hans veröld við mína. Þegar ég missti sjónina, hafði þessi taug verið slitin. Og nú þráði ég hann með öllum lík- ama mínum og sál minni. Brúin, sem áður hafði sameinað okkur, var brotin, og á milli okkar var hyldýpis gjá, sem ekki varð komizt yfir. Þegar hann vék frá mér, varð ég svo ein- mana og yfirgefin og það eina, sem ég gat, var að bíða þeirrar stundar, er hann kæmi aftur. En þessi stjórnlausa þrá mín eftir 'nærveru eiginmanns míns og það, að ég skyldi þurfa að sækja allt til hans, það gat ekki verið heillavænlegt til lengdar. Eiginkona er í sjálfu sér nógu þung byrði hverjum manni, og þegar hún þar að auki er blind og ósjálfbjarga, hlaut hún að verða ó- bærileg. Ég strengdi þess heit, að ég skyldi bera byrgðar mínar einsömul og aldrei draga eiginmann minn nið- ur í hyldýpi þess myrkurs, sem ég hlaut að lifa í. Á ótrúlega skömmum tíma hafði ég komizt upp á lag með að inna af hendi öll húsmóðurstörf mín, eins og áður, þegar ég var sjáandi. Eins og kunnugt er, verða hin heilbrigðu skynfæri þeirra, sem missa sjónina, miklu sterkari og nákvæmari en þeirra, sem hafa fulla sjón. Þetta kom mér að miklu haldi. Og ég held jafnvel, að ég hafi innt störf mín betur af hendi nú en áður, því að í rauninni er því nú svo farið með sjónina, að hún tvístrar okkur oft meira en hún festir athygli okkar við eitthvað ákveðið. Og fljótlega fór það svo, að þegar augu mín gátu ekki lengur séð, tóku hin skilningarvitin að sér skyldustörf þeirra. Þegar ég hafði öðlazt nægilega æf- 332 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.