Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 13
Bréf úr byggðinni. Molar. Yfirleitt munu hlustendur sammáia um það, að vel hafi tekizt með val útvarpsefnis, það sem af er þessum vetri. Útvarpssagan á þó ekki jafn al- mennum vinsældum að fagna og stundum áður (t. d. Katrín). En all- ir — sem ég þekki — eru ánægðir með flutning Helga. Mér virðist hann þó vera að tapa áhuga sínum á sög- unni, nú í síðustu köflunum. Ef til vill eiga störf hans sem fréttamanns á Alþingi þátt í því. Annars er ég miklu „spenntari" fyrir Helga en sög- unni. Leikritin eru það útvarpsefni, sem allir hlustendur hafa áhuga fyrir. — Ekki sízt, ef Friðfinnur, Gunnþór- unn eða Þorsteinn ö. eru meðal leik- endanna. Síðan á nýári hafa mörg góð leik- rit verið flutt. — Vil ég sérstaklega nefna: „Landafræði og ást“, „Öldur ‘ og „Mörður Valgarðsson". Betur þótti mér Haraldur fara með hlutverk Valgarðar í forleiknum, en ingu og leikni í að vinna störf mín í myrkri blindunnar, leyfði ég manni mínum ekki lengur að annast þau eða stjana við mig. í fyrstu bar hann sig illa yfir þessu ráðríki mínu, en ég lét það ekki á mig fá og hélt upp- teknum hætti. Ég vissi, að það var ekkert að marka, hvað hann sagði, og fann, að honum var það í raun- inni stór léttir, að losna við að vinna þessi heimilisstörf. Það getur aldrei gefið lífi karlmannsins þá fyllingu, sem hann þráir, að þurfa daglega að stjana við blinda eiginkonu. Frh. Njáls á Bergþórshvoli. Það öryggi, hógværð og festa, sem einkenndi Njál, þótti mér ekki koma nógu vel fram í leiknum. Bergþóra fannst mér heldur ekki eðlileg. Bezt tekst Gunnþórunni, þeg- ar hún fær til meðferðar, hressar, kátar og málhreifar kerlingar, sem gjarnan mega hlæja hátt. Þó fór Gunnþórunn prýðilega með hlutverk Hildar í leiknum „Öldur“. Sá leikur þótti mér ágætur — en tel mig hins vegar ekki færan um að dæma um listrænt né bókmenntalegt gildi hans. En ýmsir þeir þættir mannlífsins, sem höf. lætur þar fram koma, virðast mér vera mjög líkir raunveruleikanum. Fulltrúar ungu kynslóðarinnar sanna þar, að slíkir dómar, sem Ásmundar gamla í upp- hafi leiksins, um að æskunni sé lítt treystandi til mikilla athafna og stórra átaka í ölduróti lífsins, hafa ekki við rök að styðjast. Kvöldvölcurnar hafa margar verið góðar í vetur. Sérstaklega er mér kvöldvakan 15. jan. minnisstæð, er „Áttmenningarnir" sungu mjög létt og hrífandi og Bjarni Ásgeirsson flutti ferðasögu: „Frá Djúpi og Ströndum“. — Frásögn hans var svo ljós og lifandi, að mörgum hlustend- um mun hafa fundizt þeir vera á ferðalagi með Bjarna og sjá með eig- in augum hin myndarlegu býli og menningarlegu framfarir þar vestra. Það væri æskilegt, að útvarpið hefði oftar slíkan flutning á boðstólum. — Gjarnan vildum við heyra meira af hinum vinsælu „kvartett“-söngvur- um. Einnig mætti harmónikan vera oftar á ferðinni. ÚTVARPSTÍÐINDI 333

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.