Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 14
Vel getur farið á því, að sumt út- varpsefni sé flutt í samtalsformi, en þá verða flytjendurnir að kunna að tala, sey'ja frá eins og t. d. Hjörvar. Því að vitanlega er það ekkert sam- tal, að lesa reiprennandi. Útlendu fréttirnar verða í með- ferðinni oft mjög þreytandi. Mest vegna þess, hversu miklu af smáatr- iðum, vitanlega misjafnlega sönnum, er sleytulaust haldið til haga. Venjulega eru sömu fréttirnar sagðar þrisvar á dag. Síðan eru oft aðalatriðin endurtekin í þættinum: Minnisverð tíðindi, sem Sigurður Einarsson o. fl. flytja. Fyrr má nú rota en dauðrota. Annars má ekki skilja þetta svo, sem ég sé að lasta fyrirlestra Sig. Einarssonar — yfir- leitt, því að venjulega líka mér þeir vel. Virðist þó S. E. stundum vera spámannlegri en svo, að gott hóf geti talizt. Þótt það sé þegar vitað, að nú snú- ist andlegar og verklegar athafnir stórþjóðanna mest um stríðsaðgerð- irnar, hlýtur einnig annað markvert að ske í heiminum. — Fá útvarps- fréttamennirnir ekkert að vita um það? Það væri hvíld frá öllu hinu hrottalega stríðstali, að einum frétta- tíma í viku — að minnsta kosti — væri varið til þess að flytja „ekki- stríðsfréttir". Kvenfólkiö er eitt þeirra verðmæta, sem ekki verður metið til peninga, en enginn getur án verið. Um flutning þess á töluðu máli í útvarpinu hefur oft áður verið ritað og rætt og hann sjaldnast talinn á- heyrilegur. Og þótt ég sé talinn í meira lagi kvenelskur, verð ég að játa það, að lestur þeirra sumra minnir of mikið á skilvinduhljóð eða lækj- arnið. Heiðarlegar undantekningar eru þó frá slíkum flutningi. (Má þar t. d. nefna Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Hún flytur vel, og hefur fjölþætt á- hugamál). Fjöldi kvenna hefur haft aðstöðu til þjálfunar á flutningi talaðs máls og flytur vel. Þetta hefur oft komið í ljós, þegar ungar stúlkur hafa látið til sín heyra, t. d. á skólakvöldum. Það mundi borga sig fyrir gömlu konurnar, sem vegna þroska síns hafa e. t. v. fleiri áhugamál fram að bera, að láta ungu stúlkurnar flytja þau. Óneitanlega væri það góð tilbreyt- ing fyrir okkur, sem heima sitjum og hirðum ær og kýr, en söknum far- fuglanna — heimasætanna — að heyra öðru hvoru í útvarpinu, hinar ungu hljómþýðu kvenraddir. Þulurinn. Guðbjörg bætir reynd- ar mikið úr þessum vandkvæðum. Þess vegna vilj um við heyra hana sem oftast. Þorsteinn er og mjög vinsæll þulur og reyndar sem flytjandi margs konar efnis í útvarpið. En heilla- kallinn, hann Broddi, mætti áreiðin- lega gera eitthvað annað, en lesa fréttir með 80 km. hraða á klst. og jarðarfararhreim í enda hverrar setningar. Ól. Jóh. / „röddum hlustenda“ í 20. tbl. var minnst lofsamlega á kvæðið „Sveita- konan“, sem lesið var í útvarp á skáidakvöldi nýlega, en af einhverri vangá eignar bréfritarinn kvæðið „Guðrúnu“, en það er eftir „Hug- rúnu“, (þ. e. Fillippíu Kristjánsd.). 334 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.