Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 4
Éinsöngur frú Guðrúnar Ágústsdóttur. Frú Guðrún Ágústsdóttir mun eiga marga aðdáendur meðal útvarps- hlustenda fyrir söng sinn í útvarpið fyrr og síðar, enda hefur hún mjög oft komið þar fram og átt vinsæld- um að fagna. Hún mun vera fyrsti einsöngvari, sem lét til sín heyra gegnum útvarp á íslandi. Það var í marz 1926, eða nokkrum árum áður en Ríkisútvarpið tók til starfa. Frú Guðrún er ættuð frá ísafirði, dóttur Ágústs Benediktssonar verzl- unarstjóra þar. Hún fluttist ung hingað til Reykjavíkur og varð þá fljótt kunn meðal söngelskra manna hér í bæ fyrir sína óvenju góðu söng- rödd. Gerðist hún brátt virkur og áhuga- samur þátttakandi í sönglífi bæjar- ins og hefur verið það æ síðan. Iðu- lega hefur hún tekið þátt í stærri hljómleikum, sem hér hafa verið haldnir og þá oft sem aðaleinsöngv- ari. Segir frú Guðrún, að þátttaka sín í sönglífinu hafi verið eitt mesta yndi sitt allt frá barnæsku. — „Þegar ég sem unglingur byrj- aði að syngja hér í Dómkirkj ukórn- um“, segir Guðrún, „þótti mér það alveg sérstakur heiður — og eigin- lega hefur mér alltaf fundizt það sama síðan“. Næstkomandi mánudag syngur frú Guðrún nokkur lög með undir- leik Útvarpshljómsveitarinnar, sbr. dagskrána. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Gils Guðmundsson: Vestfirzkur afreksmaður. b) .Tón Eyþórsson: Úr æfisögu Há- konar á Borgum. c) Bjarni Björnsson, leikari: Gam- alt, og nýtt eftir Ingimund. 21.50 Fréttir — dagskrárlok. Föstudagur 4. marz: 12,00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafrans- dóttir", eftir Sigrid Undset. 21.00 Minnisvorð tíðindi: Sigurður Ein- arsson. 21.20 Takið undir! 21.50 Fréttir — dagskrárlok. Laugardagur 5. marz: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdeg'isútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 21.50 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Metusalah", eftir Bernh. Shaw (þýð. Magnús Ásgeirsson). Lcikstjóri: Lárus Pálsson. 21.30 Útvarpshljómsveitin: Gömul dans- lög. 21.50 Fréttir. Danslög. 24.00 Dagskrárlok. 340 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.