Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 9
Að líkindum hefur enginn rithöf- undur á vorum dögum vakið slíkar deilur sem Shaw, og fer það að von- urn, þar sem hann er andvígur fyrir- komulagi þjóðfélagsins eins og það er nú, stefnu þess og venjum, lætur hann óspart dynja á þeim háðið og flettir ofan af meinsemdum þjóðfé- lagsins með frábærri rökfimi og mælsku, en allvíða skín glettnin í gegn og dregur það úr beizkjunni. ---------Shaw heldur því fram, að fáfræði sé mesta böl mannfélagsins, og fyrir því vill hann láta menntun almennings í þeim fræðum og vís- indum, sem að gagni mega koma í lífinu, en láta draumóra og skýja- borgir fara veg allrar veraldar. ---------Shaw trúir á rétt lífsins. Takmark lífsins er lífið sjálft, og allur þroski á því að vera lífinu til blessunar. Þessu takmarki má ná meðal annars með þeim hætti, að tryggja hverjum einstaklingi sem bezt þroskaskilyrði. Eina sanna gleð- in í lífinu er barátta þess á braut framfara og þroska, og þessi hugsjón kemur fram að einhverju leyti í öll- um leikritum hans, hversu ólík sem þau kunna að vera að efni og bún- ingi. Shaw er talin rita manna fegurst mál, þeirra, er nú rita á enska tungu í óbundnu máli, hvort er reyna skal samtöl, alþýðumál eða bókmennta- stíl. Allt verður hjá honum eðlilegt, skýrt og ljóst. Úr ritgerð B. ó. Almanak Þjóð- vinafél. 1926. Þess skal getið, að Bernhard Shaw er enn á lífi og hefur engu minni styr staðið um nafn hans þau ár, sem liðin eru síðan ofanrituð grein var skrifuð (fyrir 15 árum). Hann hefur verið sískrifandi og ætíð látið til sín taka vandamál dagsins. Þó B. Shaw sé orðinn hálf níræður öldung- I upphafi Magnús Ásgeirsson. Laugardagskvöldið 5. apríl verður fluttur í útvarpinu fyrsti kafli úr einu merkasta leikriti brezka stór- skáldsins, Bernhards Shaw, „Back too Metusalah“. Leikrit þetta, sem er mikið rit- verk, fjallar um þróunarsögu mann- kynsins allt frá dögum Adams og Evu og langt fram í ókomnar aldir. Eins og áður er sagt, verður það aðeins fyrsti kaflinn, sem verður leikinn að þessu sinni, en hann er al- gjörlega sjálfstæður. — Hann heitir ur, heldur hann penna sínum styrk- um mundum og er ekki myrkur í máli. Það síðasta, sem við höfum frétt af B. ShaAv, var það, að Bretastjórn fann sig knúða til þess að setja á hann „munnkörfu" s. 1. vor,eins og hann orðaði það í viðtali við blöðin. J. ú V. ÚTVARPSTÍÐINDI 345

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.