Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 14
stöku sinnum hægt að hafa útvarps- leikritin á öðrum kvöldum. Það ber allt að sama brunni hjá blessuðum leikurunum okkar, hin erf- iðu starfsskilyrði þeirra eru alls stað- ar þröskuldur í vegi. Leikur B. Shaw, Logið í eiginmann, var góður eins og vænta mátti, en auðvitað hefur sá höfundur margt gert, sem merkilegra er, og mættu fleiri af leikritum hans vera flutt í útvarpinu. Soffía leysti sitt hlutverk vel af hendi. Þegar Ella lcom, eftir Ejnar How- alt. Athyglisvert að efni og vel flutt. Leikendurnir fóru vel með hlut- verk sín, enda vel skipað í þau. — Helga Valtýsdóttir sýndi þarna ótví- ræða hæfileika. Ella var ekki við- vaninga meðfæri, og er sigur þessar- arar ungu, efnilegu leikkonu því meiri. Leikstjórnin var góð. Ég er þessum hnútum dálítið kunnugur og veit því, hvað leikstjóranum ber að þakka. Annars hafa allir keppzt um að hæla Lárusi og ég látið í ljós aðdáun mína á honum áður í Útv.t., svo að ég nenni ekki að bæta meiru við það að sinni. Vér morgingjar eftir Kamban verða mönnum ógleymanlegir. Mann þyrstir bara í meira frá þessum höf- undi. Ég hef lesið — og dáðst að — Höddu Pöddu og Skálholt eftir þenn- an höfund — og 30. ættliðinn — og þótt lítið til koma. — Hvernig væri að fá meira eftir Kamban í út- varpinu? Beztu skáldin okkar eru þar of sjaldan. Það þótti mér galli á þessum leik, að mál leiksins var oft mjög dönsku- skotið (bragð er að, þá barnið finn- ur), og stundum of bókmenntalegt og uppskrúfað, til að vera talmál. En þetta hefði e. t. v. ekki orðið, ef höf. sjálfur hefði búið leikinn til flutnings í útvarp. Samleikur þeirra Soffíu og Þor- steins var prýðilegur, hin léku ekki eins jafnvel og þó jafnan sæmilega. Þegar næturgalinn söng, eftir Michael Arlen, var að mínum dómi misheppnað dagskráratriði. — Þetta var ekki leikur eins og það átti að „fyrirstilla". Sögu má breyta í leik og sögu má lesa þannig af fleiri en einum upplesara, að hún njóti sín betur, en ef einn læsi. En í þessum „leik“ voru stílbrögð höfundarins með næturgalann, að mínu viti misskilin og brjáluð þannig, að úr varð-------- ja, ekki neitt----nema það, að sag- an missti marks. Hvað átti platan að gera þarna inn 1 á alvarlegum augnablikum? Það var þó sök sér, þó að sá hluti „plötunnar" væri spilað- ur, sem átti að tákna næturgalasöng- inn sjálfan. En hvaða vit var í því, að láta enska söngkonu syngja yfir þessum niðurbeygðu og eyðilögðu manneskjum? Hvað átti það að tákna? Að allt hefði fallið í ljúfa löð — eða hvað? Og sumir fullyrða að þetta hefði aðeins verið vindurinn, sem þaut um trjátoppana, sagði höf- undurinn. Þetta kom mér í illt skap, og það kemur mér mjög illa á laugardagskvöldum, því að þá vil ég vera í góðu skapi. J. Leiðréttingar. Nafn Guðrúnar Stefánsdóttur frá Fagraskógi, sem átti að standa undir kvæðinu „Sjóferðin" í 19. tbl. á bls. 281 hefur fallið niður, og biðjum vér velvriðingar á þessu. Á blaðsíðu 308 í 4. línu að ofan t. h. stendur köflótt, en á að vera kötlótt. Að gefnu tilefni skal það tékið fram, að grein í Röddum í síðasta tbl. Út.vt. eftir Ól. Jóh., er ekki eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Höfundur greinarinnar er útvarpshlustandi á Vesturlandi. Ritstj. 350 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.