Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Page 2
Eftirfarandi gamansögu birtum
vér úr minningabók Þorv. Thorodd-
sen. Ekki vitum vér sönnur á henni
og sízt vildum vér taka undir það,
sem sagt er um Akurnesinga, eða
heimfæra það upp á þá þeirra, sem
nú lifa.
„Snemma var orð á því haft, að
Akurnesingar væru slarkfengnir í
Reykjavík, og hirðusamir á lauslega
hluti úti við. Ein saga er af þeim
sögð snemma á 19. öld. Engilbert
Jónsson (f 1820) var þá prestur að
Lundi í Lundareykjadal, og var mjög
gefinn fyrir sopann. Prestur varð eitt
sitt útúrdrukkinn í Reykjavík, og
sofnaði í skoti hjá kaupmannsbúð.
Þá var það tízka, að bændur úr nær-
sveitum lögðu sauðarkroppa inn í
verzlun, og komu með þá í pokum.
Voru þeir vegnir úti, safnað saman
og látnir inn á kvöldin. Búðastrákar
sáu prest dauðadrukkinn og létu hann
í einn pokann. Þegar kjötpokarnir
voru bornir inn um kvöldið, skildu
þeir prest eftir í skoti sínu. Akur-
nesingar, sem ætluðu heim um nótt-
ina, voru, áður en þeir fóru, á
snuddi kringum búðirnar, til þess að
vita, hvort þeir gætu ekki tekið neitt
til handargagns; urðu þeir þá varir
við kjötpokann, sem þeir héldu að
hefði gleymzt, og voru ekki seinir á
ÚTVARPSTlÐINDI
koma út vikulega a6 vetrinum, 28 tölubl.
16 blaösíður hvert. 3. árgangur kostar
kr. 7.50 til áskrifenda og greiöist fyrir-
fram. í lausasölu kostar heftiö 35 aura.
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur:
KRISTJÁN FRIÐRIKSSON
Bergstaöastr. 48. - Sími 4937
Afgr. 1 Austurstr. 12. - Sími 5046
Útgefandti H/f. IIluNtandlnn.
ísafoldarprentsmittja h/f.
sér að hirða og bera í bátinn. Héldu
þeir svo af stað með kjötpokann í
skuti og tóku harðan róður heimleið-
is. Prestur vaknaði ekki í pokanum
fyrr en á miðri leið, þá kom á kaldur
gustur út Hvalfjörð, og heyra háset-
ar þá allt í einu sagt í pokanum:
„Lánaðu mér dálítið af brekánshorn-
inu, gæzka“. Presti hafði kólnað og
rumskaði, en hélt í svefnrofunum, að
hann væri í rúminu hjá kerlingu
sinni. Þegar Akurnesingar urðu
þessa varir, þóttust þeir hafa hirt
prest viljandi, hresstu hann á brenni-
vínstári og gerðu vel til hans“.
VIZKUKORN:
Rósemi og ánægju getur vinna
veitt oss, en hamingju getur ekkert
veitt, nema kærleikurinn.
Að leiðarlokum vitum vér fyrst,
hvers virði starf vort var.
Romain Rolland.
Á milli fortíðarinnar, sem er geng-
in, og framtíðarinnar, sem við þekkj-
um ekki, er hin líðandi stund, þar
sem skyldur okkar eru.
A. de Gasparin.
Ljóðmæli Sigurðar Bjarnasonar eru nú í þann veginn að koma
úi á kostnað Snæbjarnar Jónssonar, samsfæð við úigáfu hans af
Hjálmarskviðu. Kosta 8 krónur. I prenfun eru einnig Ijóðmæli Brynj-
ólfs Oddssonar, þar í Hjálmarskviða og hin nafnfræga Dátaríma,
um dönsku hermennina, sem hér dvöldu tyrir þjóðfundinn.
354
ÚTVARPSTÍÐINDI