Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 10
Fósfbræður Karlakórinn „Fóstbræður" syngur í útvarpið á annan dag páska. Fátt dagskrárefni er eins vinsælt og kór- söngur og karlakórinn „Fóstbræður“ hefur jafnan átt miklum vinsældum að fagna. „Fóstbræður" efndu til sam- söngs í Reykjavík nú fyrir skömmu, og voru dómar blaðanna hinir lof- samlegustu. Vér leyfum oss að birta hér nokkrar umsagnir þeirra: Alþbl.: Að tvennu leyti var betur gengið frá efnisskrá karlakórsins „Fóst- bræður“ nú en í fyrra: Nýjum kröft- um hafði verið bætt við og séð fyrir kærkominni tilbreytingu uppfærsl- unnar. Hvorttveggja ber þetta vott um aðhæfingu við nýja tíma og er gleðilegt framfararmerki. ... Kórinn söng undir öruggri stjórn Jóns Halldórssonar. Hann er bersýnilega vel skólaður og óskeik- anlega samstilltur; þannig er hljóm- svellandin og hljómréttunin einstök í sinni röð, en fyrstu tenórarnir gætu þó látið meira á sér bæra gegn hin- um liðsterku bössum. Söngstjórinn, Jón Halldórsson, er smekkvís stjórn- andi og forðast stórar hreyfingar og er í því líkur söngstjóra Don-Kós- akkanna; en hitt ber þá líka að forð- ast, að forystan verði of einhliða og miðist ekki við skrúðfylkingarsöng. í allri list verður að birtast einhvers konar opinberun, sem sýni ákveðna lífsskoðun; og lífsskoðunin er aftur mótuð af lífsbaráttunni, þar sem ör- lagarík átök eiga sér stað. ... Gunnar Möller annaðist undir- leikinn af tillitssemi og nærgætni. Jón Halldórsson söngstjóri „Fóstbræðra". .. . Undirtektir áheyrenda voru á- gætar og var kór, söngstjóra, einleik- ara og ekki sízt einsöngvurum tekið með dynjandi lófataki, og vantaði hvorki blóm né framkallanir. H. H. Morgunbl.: Á fyrsta samsöng sínum á þessum vetri á miðvikudaginn var, höfðu „Fóstbræður“ tekið upp nýja tilhög- un á efnisskránni í því skyni, að gera hana fjölbreyttari en verið hefir, og skiptust nú á kórsöngvar, einleikur á piano og einsöngur. ... Tvö af lög- unum báru af hinum, bæði að efni og meðferð: „Guð er minn hirðir“, eftir Schubert og „Enskt þjóðlag", eftir Vaughan Williams. Bæði þessi lög voru prýðilega sungin, og báru vott um kórmenningu á háu stigi, sem er ekki hvað sízt að þakka söng- stjóranum, Jóni Halldórssyni. ... Gunnar Möller var öruggur undirleikari söngvaranna. E. Th. Þjóðviljinn: ... Söngur „Fóstbræðra" var að þessu sinni óvenju tilþrifalítill og 378 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.