Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 12
RITSTJÓRASKI PTI Með næsta hefti Útvarpstíðinda taka við ritstjórn blaðsins þeir rit- höfundarnir, Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör. Hafa þeir gerzt meðeig- endur 1 h.f. Hlustandinn og annast útgáfu blaðsins framvegis. Þeir Gunnar og Jón eru báðir þjóð- kunnir menn fyrir ritstörf sín og er því óþarft að kynna þá frekar fyrir lesendum blaðsins. Jón úr Vör hefur auk þess starfað við Útvarpstíðindi öðru hvoru tvo undanfarna vetur. Um leið og ég vil nota tækifærið til að þakka kaupendum blaðsins — og þó einkum útsölumönnum víðsveg- ar um landið fyrir margháttaða vin- semd og traust á liðnum árum, vil ég mælast til þess, að hinir nýju ritstjórar fái að verða hins sama aðnjótandi. Og af talsverðri kynn- ingu við þá báða, hef ég fulla ástæðu til að ætla, að þeir reynist þess trausts verðugir. Mér er kunnugt um, að þeir hafa mikinn áhuga fyrir framgangi blaðsins og einlægan vilja á því að gera það eins gott og vand- að og tök eru á. Um leið og ég nú hætti störfum við blaðið, langar mig til að fara nokkrum orðum um dagskrárstarfsemi útvarpsins. Ég tel, að dagskráin sé alls ekki eins vel úr garði gerð eins og hún gæti verið. Að nokkru leyti tel ég, að þetta stafi af röiigu efnisvali, en meir þó af skorti á því, aS nægileg vinna só lögð í dagskrárundir- búninginn. Efnisvalið álít ég rangt, einkum að því leyti, að of mikið sé flutt af sögu, skáld- skap og ýmiskonar rabbi, dagskráin er of mannræn (human) — en hún er allt of fá- tæk af náttúrufræðum (í þess orðs ví'ðustu merkingu). Eg vil leggja meginákerzlu á þetta atriði. Ef dagskrá útvarpsins á að verða frambæri- leg í framtíðinni, þá verður að gefa nátt- úruvísindum þar meira rúm — en skera miskunnai'laust niður ýmislegt annað. Til niðurskurðar vil ég fyrst nefna megn- ið af hinum svonefndu „þjóðlegu fræ'ðum", sem um nokkur ár hefur verið dekrað svo mjög við, bæði í bókum, blöðum og útvarpi. Allt hefur verið prentað, sem tilheyrði þess- ari bókmenntagrein, hversu ómerkilegt og snautt, sem það var, aðeins ef frásögnin var um eitthvað, sem gerzt hafði fyrir nokkrum áratugum. Og útvarpið hefur ekki farið varhluta af slíkum fræðum. í fyrn vetur var þeim helgaður meginhlutinn af erinda- flutningi útvarpsins, eins og Útvai-pstíðindi sýndu þá fram á. Annað, sem mætti minnka, eru upplestrar úr lélegum skáldsögum og miðlungs góðir tónleikar af hljómplötum. Jafnvel mætti líka minnka eitthvað hina æðri tónlist, bæði þá, sem flutt er af hljóm- 380 ÚTVARPSTÍÐINDI i

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.