Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 13
p'ötum og hina, sem leikin er af mönnum hér. Aftur á móti tel ég, að í náttúrufræð- unum felist ótæmandi möguleikar fyrir fræöslustarfsemi útvarpsins. Ef rétt væri á haldið, gæti útvarpið á sinn hátt leitt oss um öll ríki veraldar og sýnt oss dýrð þeirra. Hugsum oss t. d., að í útvarpið væru flutt- ar ferðasögur, sem fælu í sér ■ lýsingar á fjarlægum þjóðum og löndum, á atvinnu- háttum, menningu og siðum hinna ýmsu þjóða, lýsingar á löndunum sjálfum, lands- lagi þeirra, jarðfræði og jurtalífi. Þá er og dýralíf hinna ýmsu landa tilvalið og sí- gilt efni í útvarpsfræðslu. — Þá mætti og halda heila fræðsluflokka um margar aðrar greinar náttúrufræðanna. Sem dæmi má nefna jarðfræði, stjömufræði, efnafræði, ýmsar greinar eðlisfræði o. s. frv. Fræðslu- flokkar um rafmagnsfræði eða e. t. v. enn frekar um útvarpstækni held ég að yrðu vel þegnir. Þá eru og vissir þættir úr hem- aðartækni nútímans ágætt fræðsluefni. Lík- ams- og heilbrigðisfræðin felur einnig í sér ótæmandi viðfangsefni. Öll þau fræði, sem ég hef nefnt hér að ofan eru í rauninni þættir úr því, sem nefnd em náttúrufræði (£ víðari merkingu) — til aðgreiningar frá hinum mannrænu fræðum. En að mínum dómi hefur útvarps- ráðið í efnisvali sínu vanrækt verulega hið fyrnefnda, en gefið hinu síðarnefnda allt of mikið rúm. Ég tel líklegt, að þetta misræmi í efnis- vali stafi ekki eingöngu af því, að útvarps- ráðið skoði þessa skipan æskilega. heldur e. t. v. fremur af því, að ekki er nægileg vinna lögð í sjálft dagskrárstarfið. — Mun þetta e. t. v. að einhverju leyti stafa af því, hvernig útvarpsráð er skipað. í rauninni er útvarpsráð að öðru leytinu mjög vel skip- að, en að hinu leytinu afar illa. Það er vel skipað að því leyti, að allir, sem þar eiga sæti, eru þjóðkunnir gáfu- og dugn- aðarmenn, sem að sumu leyti væru mjög líklegir til þess að veija gott út- varpsefni. En það er afar illa skipað að því leyti, að flestir, sem þar eiga sæti eru svo hlaðnir öðrum nauðsynlegum störfum, að mjög ólíklegt — ef ekki óhugsandi virð- ist, að þeir geti helgað starfi sínu í út- varpsráði þann tíma, sem nauðsyn krefur. — Eg tel, að ekki veitti af, að hinir fjórir út- varpsráðsmenn verðu sein svaraði a. m. k. einum degi vikulega eingöngu til þess að annast val á útvarpsefni. Og formaður út- varpsráðs ætti að vera svo vel launaður, að hann gæti gefið sig eingöngu við starfi sínu. Því hvaða vit er í, að ætlast til þess, að dagskrárstarfinu geti verið vel stjórnað, ef það er eingöngu unnið í hjáverkum fyrir sára litla þóknun. Nei. Yið þurfum að fá dagskrárstjóra, sem gefur sig eingöngu að því, að leita uppi og velja útvarpsefni — alveg eins og tíðkast með öðrum menning- arþjóðum. Ég hef litið þannig á hlutverk Útv.t., að þeim bæri fyrst og fremst að kynna dag- skrána fyrir hlustendum, reyna að vekja á- huga þeirra fyrir henni, birta skýringamynd- ir og myndir af fólki því, sem að dagskránni vinnur og yfirleitt veita hlustendum þá fyrir- fram-þekkingu á efninu, sem oft er skilyrði þess, að af því verði fullkomin not. Erlendis eru þau blöð, sem aðallega helga sig þessu hlutvei'ki, nefnd útvarpsblöð og eru þau oft rekin af sjálfum útvarpsstöðvunum eða með styrk frá þeim En svo eru til önnur málgögn, sem einnig ræða útvarpsmál, en gera það einkum frá sjónanniði lilustenda — og eru því til að- greiningar frá hinum, nefnd lilustendablöS. Slík rit hafa einkum það hlutverk að gagn- rýna dagskrár útvarpsins og gerðir þeirra manna, sem þar eru mestu ráðandi. Ber þá oft við, að útvarpsblöðin verða málgögn út- varpsráða og dagskrárstjóra, þegar hlust- endablöðin veitast sem harðast að þeim, því gagnrýni slíkra rita er oft mjög ómild. Þann- ig hefur þetta t. d. verið í Noregi, „Norsk Rndio“ og ,,Radiobladet“ voru hlustenda- blöð, en „Hallo Hallo“ útvarpsblað. En með Útvarpstíðindum hef ég í'eynt að rækja þessi hlutverk bæði í senn — og ég tel að mér hafi tekizt það að veru- legu leyti — þótt ég hafi hins vegar orð- ið var nokkurra vandkvæða í því efni. Og til þess að fyrirbyggja hugsanlegan misslcilning á orsök þess, að ég nú hætti störfum við blaðið og sel það öðrum í hendur, vil ég undirstrika, að fyrrnefnd ÚT\ ARPSTÍÐINDI 381

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.