Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 17
Sumardagurinn fyrsti. Barnavinafélagið Sumargiöf. „Með sól í fangi, blóm viS barm“. Gísli Jónasson. í 18. sinn efnir ná Barnavinafé- lagið „Sumargjöf" til hátíðar í Reykjavík á Sumardaginn fyrsta. — Sú hátíð verður þó með öðrum hætti en undanfarin ár, því að skuggar styrjaldarinnar byrgja nú sólarsýn, ef svo mætti að orði komast. Undan- farið hefur sumardagurinn fyrsti verið nokkurs konar sýningardagur á börnum höfuðstaðarins. Þúsundum saman hafa þau streymt út á götur borgarinnar, þar hafa þau myndað óralanga keðju, í glæsilegri skrúð- göngu, undir blaktandi fánum. 0g þau hafa sagt: Svona erum við mörg, — við erum glöð og góð, gefið okk- ur hlutdeild í ríki hinnar frjálsu náttúru. Þau finna, að þeirra er dag- urinn. Og margur fullorðinn hefur kannske í fyrsta skipti á slíkum degi séð og skilið, að eftir örfá ár er mátt- urinn einnig í höndum þessara barna — hinn þjóðfélagslegi máttur. Það Bjami Benediktsson. er því ekki öldungis sama, hvernig fer um ungviðið, — hvort að því er hlynnt eða látið skeika að sköpuðu um afdrif þess, — hvort æskan er skilin eða misskilin, hvort hún er göfguð eða vanrækt. Þetta hefur mörgum orðið ljóst á síðari árum, og Barnavinafélagið Sumargjöf hef- ur átt drjúgan þátt í því að opna augu fólksins fyrir framtíð þjóðar- innar. Á Sumardaginn fyrsta hefur félagið efnt til margs konar skemmt- ana í öllum helztu samkomuhúsum borgarinnar. Þar hafa börnin lagt fram krafta sína í fjölmörgum atr- iðum við hlið fullorðinna. Þá hefur félagið gefið út ritið „Sólskin" í mörg ár, ennfremur selt merki á götunum og blaðið Barnadaginn. Þetta er fjársöfnunardagur félagsins. Hvað hefur svo verið gert við féð, sem safnazt hefur? — Því hefur verið varið til víðtækrar hjálparstarfsemi fyrir börn. Félagið hefur látið byggja tvö hús: Grænuborg og Vesturborg. Eru þau útbúin sem dvalarheimili, þar sem börnin fá fæðí og aðra að- hlynningu eftir þörfum. Þar eru leik- vellir með margs konar áhöldrm við barnahæfi. Auk Grænuborgar og Vesturborgar hefur félagið haft á leigu Austurborg (Málleysingjaskól- ann) að sumrinu og hús við Amt- mannsstíg, þar sem dagheimili og leikskóli er í vetur. 1 Vesturborg er vistar- og dagheimili. Munu nálega ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.