Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 18
100 börn hafa verið á vegur Sumar- gjafar í vetur. En alls skipta börn- in þúsundum, sem notið hafa góðs af stai-fsemi félagsins. Rekstur Sumar- gjafar síðastliðið ár mun hafa numið 46 þús. krónum. Barnavinafélagið Sumargjöf er gagnmerkur félagsskapur, sem nýt- ur vaxandi trausts og álits. Hafa menn úr öllum flokkum og ýmsum stéttum sameinast um að efla gengi þess. Útvarpið hefur helgað Sumargjöf dagskrána á Sumardaginn fyrsta. — Verða þar fluttar ræður og ávörp, en söngur og önnur hljómlist á milli. Ræðumenn verða: Isak Jónsson, nú- verandi form. fél., Bjarni Benedikts- son borgarstjóri og dr. Gunnlaugur Claessen. Stjórn Sumargjafar skipa nú: — Steingrímur Arason, sem hefur ver- ið formaður félagsins alla tíð, séra Árni Sigurðsson, Isak Jónsson, frú Ragnhildur Pétursdóttir, Arngrím- ur Kristjánsson, Gísli Jónasson og frú Bjarndís Bjarnadóttir. Magnús Stefánsson er varamaður Steingríms í stjórninni. S. A. dvelur nú vestan háfs, en ísak Jónsson gegnir for- mannsstörfum í fjarveru hans. En framkvæmdanefnd fél. skipa: Isak, Gísli og frú Ragnhildur. I uþphafi þessa máls var þess get- ið, að Sumarhátíðin yrði með öðrum hætti nú en áður. Vegna loftárásar- hættu háfa útisamkomur í borgínni verið bannaðar, skrúðganga barna fer ekki fram, engin ræða verður flutt af svölum Alþingishússins, eng- ir barnaleikir á grasvöllum í bænum. Mun rnörgum finnast sjónarsviptir að hinni fögru fylkingu, sem sett hefur ljóma á borgina þennan dýra dag. En þrátt fyrir það, mun reynt að gera daginn að hinum mesta fjár- söfnunardegi félagsins, til þess að 386 Frú Ragnhildur Pétursdóttir. geta stuðlað að því, að sem flest börn fái notið yndis og heilbrigði, þegar sumarið kemur með „sól í fangi, blóm við barn og bros á vanga norður í heiminn“. G. isaic jonsson. ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.