Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 3
ÁVARPSORÐ Við undirritaðir tökum við rit- stjórn Útvarpstíðinda með þessu hefti, eins og frá var skýrt í síðasta blaði. Það er vilji okkar og ásetning- ur að gera blaðið svo vel úr garði, sem í okkar valdi stendur. Og þrátt fyrir ýmis vandkvæði og erfiða tíma, höfum við á prjónunum nokkrar nýjungar, sem við væntum, að les- endum þyki fengur í. Þess er þá fyrst að geta, að við höfum ákveðið að láta blaðið koma út í sumar, að líkindum 8 síður hálfs- mánaðarlega. Verður í þeim blöðum dagskrárkynning, og þá annað efni eftir því sem rúm leyfir. Þetta er raunveruleg stækkun blaösins. Eftir þessa aukningu verður árgangur Út- varpstíðinda um 540 blaðsíður, og má þá fullyrða, að Útvarpstíðindin eru eitthvert ódýrasta rit landsins. Stækkunina framkvæmum við fyrst og fremst til þess að halda lífrænu sambandi við lesendur. Við lítum einnig svo á, að í sumardagskránni felist oft atriði, er kynninga séu mak- leg, engu síður en sumir þættir vetr- ardagskrárinnar. Þá tökum við nokkra nýja þætti í blaðið. Við ætlum að hafa þar nokk- urskonar „Orðabelg“, þar sem skýr- ingar orða og talshátta verða upp teknar. Á þeim vettvangi mun einn- ig koma fram gagnrýni á ýmsu, er miður þykir fara í nútíðarmáli þjóð- arinnar. Margir góðir menn hafa lofað þessum þætti stuðningi. Björn Sigfússon, magister, leggur „orð í belg“ í þessu hefti. Bókmenntaþáttur verður einnig í ritinu. Þar birtast stuttir dómar um bækur, sem ritstjórunum verða send- ar. Kveðskap viljum við gjarnan birta, og verður vísnadálkur af og Kristján Friöriksson. Okkur þykir hlýða, þegar við tök- um við ritstjórn Útvarpstíðinda, að birta mynd af fráfarandi ritstjóra þeirra og stofnanda, Kristjáni Frið- rikssyni. Kristján er Norður-Þingeyingur. Tók gagnfræðapróf í Menntaskóla Akureyrar 1930, eftir eins vetrar skólavist, fór síðan utan og dvaldi í lýðskólum í Danmörku (Valle- kilde og Askov) um eins árs skeið, tók svo kennarapróf við Kennara- skólann í Rvík og gerðist kennari í Vestmannaeyjum. Stofnaði hann Útvarpstíðindi 1938 og hefur verið ritstjóri þeirra síðan. Nú hefur Kristján tekið sér fyrir hendur að reka klæðaverzlun og klæðagerð í Reykjavík. Fyrirtæki lians nefnist „Klæðagerðin Ultima“. til í blaðinu. Við óskum eftir smelln- um vísum og vel kveðnum. Nöfn höf- unda, ef kunn eru, þurfa að fylgja. Mönnum skal gjarnan leyft að kveð- ast á og skiptast á vísum í blaðinu. Næst skal þess getið, að við höfum fengið loforð fyrir dagskrá útvarps- ins, að svo miklu leyti sem við verð- ur komið, aðra viku fram í tímann. Munum við birta þau drög, til þess að fólk, sem fjarri býr, fari ekki á mis 395 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.