Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 4
við dagskrána að öllu leyti, þó að póstura seinki eitthvað á þessum breytinganna tímum. Að lokum höfum við hugsað okkur að gefa út myndarlegt jólahefti, fjöl- breytt að efni og myndum. Þá er að víkja að óskum lesenda. Við höfum séð nokkur nýkomin bréf til blaðsins. Sum eru frá ungu fólki, sem óskar eftir textum við danslög og einnig eftir danslögum á nótum. Herma sumir upp á loforð frá fyrri ritstjóra í þessum efnum. Munum við reyna að verða við þessum ósk- um, eftir því sem við verður komið, Við höfum séð, að Útvarpstíðindi hafa grundvöll til þess að verða að heimilisblaði, sem fæstir geti án ver- ið, frekar en útvarpsins. Nú verður lagt í nokkurn kostnað, til þess að gera blaðið vel og skemmtilega úr garði, í trausti þess að vinir og vel- unnarar blaðsins styðji okkur eftir fremsta megni með skilvísi og auk- inni útbreiðslu ritsins. Falli yður blaðið vel í geð, biðjum við yður að mæla með því við ná- grannana. Ef þér eruð óánægður, biðjum vér yður að skrifa okkur og láta okkur í té góðar bendingar um efnisval eða annað, sem betur má fara. Prentunarkostnaður hefur aukizt, pappír hækkað gífurlega í verði, myndamót einnig og vinna öll. Útbreiðsla blaðsins er aðalöryggi þess gegn dýrtíð og öðrum örðugleik- um. Hjálpið okkur til þess að gera Útvarpstíðindi að víðlesnasta og vin- sælasta heimilisblaði landsins. óskum við svo lesendum og vinum blaðsins GLEÐILEGS SUMARS. Gunnar M. Magnúss. Jón úr Vör. BjÖrn L. fónsson: Iláloftsrannsóknir í Reykjavík 1039 Björn L. Jónsson flytur erindi þriðjudaginn 29. apríl: Háloftsrann- sóknirnar í Reykjavík 1939. Mun hann aðallega ræða um radio-sondr- urnar svokölluðu, en það eru sjálf- virk veðurathugunartæki, sem serid eru upp í háloftin. Þau eru þannig gerð, að við þau eru festir loftbelgir, sem flytja tækin í allt að 20—24 km. hæð. Á leiðinni upp í háloftin senda þessi tæki sjálfvirkt á stuttbylgjum loftþrýstirig, raka og hita. Eftir svo sem 30—60 mínútur springur loft- belgurinn, sem tækin eru fest við, og falla þá tækin til jarðar í loftbelg. Þau eru tæpt kíló að þyngd. Það var sumarið 1933, sem fyrstu sondrurnar voru sendar upp hér í Reykjavík, en vorið 1939 unnu tveir þýzkir veðurfræðingar, ásamt veður- stofunni í Reykjavík, að sams konar rannsóknum og hafa þessi tæki bor- izt víða um land, og eitt þeirra m. a. fundizt nú fyrir skömmu skammt frá Reykjavík. 396 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.