Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 7
„Sannleikurinn verður eUI<i sagður, án t>ess að hneykslunum valdi“ Samtal við Pétur Sigurðsson. — Á ferðalögum yðar um landið hljótið þér að kynnast því manna bezt, hversu almennt er hlustað á út- varpserindi — yðar og annarra — og hvernig þeim er tekið? — segi ég víð Pétur Sigurðsson erindreka, er ég hitti hann að máli. — Já, fólk hlustar ótrúlega mikið á útvarp, segir Pétur. — Ég hef hvað eftir annað orðið hissa, er ég hef lagt upp í ferðaiag skömmu eftir að hafa flutt útvarpserindi. Hvar sem ég hef komið í heimahús, um borð í skip, í bíla, og jafnvel á göt- um úti, hafa menn vikið sér að mér og minnst á erindið. Vafalaust er ég engin undantekning. — Hvernig virðist yður þjóðin hafa tekið þeim málum, er þér flytj- ið, og yðar kennimannsstarfi yfir- leitt? — Ég veit ekki, hvort ég get gef- ið óhlutdrægt og skýrt svar við þess- ari spurningu. En ég er sáttur við fólkið. Þó er ekki víst, að allir séu sáttir við mig. Ég hef átt góðri með- ferð að fagna, oft haft mikla að- sókn á samkomum mínum, haft sam- starf hinna ágætustu manna og not- ið alúðar í stórum stíl. Ég hef haft mikla ánægju af starfi mínu, en stundum hefur það auðvitað haft sársauka í för með sér og erfiðleika. Ég vildi geta komist hjá því að hrinda mönnum frá mér, en kaupi þó aldrei fylgi manna og vinfengi svo dýrt, að ég slái af því, sem mér þykir rétt vera. Mig hefur alltaf langað til að verða dugandi ræðu- maður, en góður ræðumaður á að hrífa menn og hneyksla. Það verður ekki hjá því komizt að hneyksla fyr- ir þann, sem jafnan reynir að segja sannleikann. Stundum hefur mér tekizt að hrífa menn, en mér verð- ur líka á að hneyksla. — Hvers konar erindum virðist yður fólkið taka bezt? — Erindum, sem snerta tilfinn- ingar manna, en eru á sama tíma fræðandi og auðveld að muna. Er- indum, sem eru hvetjandi og snerta ýms menningarmái, án þess að verða einstrengingsleg og einhliða. Bezta aðsókn hef ég haft, þegar ég hef tal- að um andlega menningu, og verið óháður öllum kerfum og félögum. — ^ Menn vilja gjarnan hlusta á fræð- andi og örvandi erindi, án þess að eiga á hættu að verða dregnir í dilka sérmálanna. — Hvaða umtalsefni hefir yður fundizt vekja mest umtal og helzt hneyksla menn? — Tvö útvarpserindi, sem ég flutti fyrir nokkrum árum um óþrifnað og ókurteisi. Þau eru enn umtöluð í land- inu. Mikill fjöldi ágætra manna tók þeim þakksamlega og skildi, að á ÚTV ARPSTÍ ÐINDI 399

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.