Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 9
R. Tagore: Blinda konan. Það var í byrjun maímánaðar, að þjónustustúlkan mín kom inn til mín einn morguninn og spurði: „Hvað á allur þessi viðbúnaður að þýða við lendingarstaðinn niður við fljótið? Iivert ætlar herrann?" Ég þóttist vita, að eitthvað stæði til, en ég sagði við stúlkuna: „Ég veit það ekki“. Stúlkan þorði ekki að spyrja frek- ar. Hún andvarpaði og fór. Bóndi minn kom inn til mín seint um kvöldið. „Ég þarf að vitja sjúklings, sem á heima langt héðan. Ég kemst ekki hjá því að leggja af stað snemma í í fyrramálið, og ekki ólíklegt, að ég verði fjarverandi í tvo, þrjá daga“. Ég sté fram úr rúminu. Ég stað- næmdist fyrir framan hann og hrópaði hárri röddu: „Hvers vegna segir þú mér ósatt?“ ar að halda götum sínum hreinum. Götur Reykjavíkur eru oft viðbjóð- ur. Hér hrækja menn á götur, kasta þar bréfrusli og öllum óþverra, og svo þyrlast allt með sandrokinu framan í vit manna. Slíkt eru engir mannabústaðir, þótt menn neyðist til að hafast þar við ýmissa orsaka vegna. — Kemur næsta erindi yðar eitt- hvað inn á þessi svið? — Nei. Ég má'ekki flytja í hvert skipti ávítunar- og skammaræður í útvarpið. Slíkt er ekki hyggilegt. Ég vil helzt ekkert segja um næsta erindi mitt. Það lýtur helzt að þeim lífsvenjum, sem skapa hinn sigursæla mann. En það þykir mér skemmti- legt umtalsefni. K. F. Hann hafði ekki fullt vald yfir rödd sinni, er hann svaraði: „Hvað áttu við, hverju hef ég skrökvað að þér?“ Ég sagði: „Þú ert að fara burt til að halda brúðkaup". Hann þagði við. Nokkur augnablik var steinhljóð í herberginu. Svo rauf ég þögnina: „Svaraðu mér“, hrópaði ég. „Segðu já“. Eins og veikt bergmál greindi ég svar hans „Já“. Ég hrópaði: „Nei! Ég læt þér al- drei líðast það. Ég skal frelsa þig frá þessari miklu óhamingju, að þú drýgir ekki þessa hræðilegu synd. — Takizt mér það ekki, til hvers er ég þá konan þín og til hvers hef ég þá ákallað guð minn?“ Það var dauða hljótt í herberginu. Ég lét mig hníga niður á gólfið og vafði fætur hans örmum mínum. „Hvað hef ég gert?“ spurði ég. „Hvernig hef ég brugðist þér? Segðu mér sannleikann. Hvers vegna óskar þú annarrar konu?“ Hann svaraði: „Ég skal segia þér sannleikann. Ég er hræddur við þig. Það er engu likara en að sjónleysi þitt loki þig innan virkisveggia. og ég get ekki komist þangað inn. 1 mín- um augum ert þú ekki lengur kona. Ég ber lotningu fyrir þér eins og guði mínum. Ég get ekki lifað með þér mínu daglega lífi. Ég þarfnast konu — venjulegrar konu — sem ég get vandað um við og hælt og látið vel að og skammast við“. „Ó, rífðu hiartað út úr brjósti mínu og skoðaðu það. Hvað er ég annað en venjuleg kona. Ég er sú hin sama og þegar þú gekkst að eiga mig, ung kona, sem þarfnast trúnaðar og þess, að fá að auðsýna traust sitt og að elska“. Ég man ekki orðrétt hvað ég sagði. ÚTVARPSTÍÐINDI 401

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.