Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 11
1. MAÍ Hugmyndina um alþjóðlegan hátíð- isdag verkamanna áttu Ástralíumenn. Árið 1856 ákváðu verkamenn þar í landi, að hvíla sig einn virkan dag, og bera fram kröfu sína um 8 stunda vinnudag. Að þessu sinni varð 21. apríl fyrir valinu. f fyrstu hugð- ust verkamennirnir að hafa slíkan kröfudag aðeins í þetta eina skipti, en áhrif þessa fyrsta hátíðisdags urðu þau, að þeir hurfu að því ráði, að efna til slíkra hátíðahalda á hverju ári. Þessi hugmynd barst síðan út um heiminn. Fyrstir til að fara að dæmi þeirra urðu verkamenn í Ameríku, árið 1886. Völdu þeir 1. maí sem almennan hvíldardag. Á þeim degi lögðu 200 þús. verkamenn niður vinnu. Næstu árin lögðust þessi hátíðahöld niðúr í Ameríku, vegna ofsókna af hálfu st j órnarvaldanna. Ármann HallcLórsson. Á alþjóðaráðstefnu verkamanna, sem haldin var í París 1889, voru kröfurnar um 8 stunda vinnudag fyrst teknar rækilega til meðferðar. Var þar samþykkt, að verkalýðurinn gerði 1. maí að frídegi sínum, og að þessi dagur skyldi framvegis vera helgaður baráttunni fyrir 8 stunda vinnudegi. Fyrstu kröfugöngumar, sem haldnar voru á þessum degi, fóru fram 1890. Brátt varð 1. maí að alþjóðafrídegi verkamanna, helgaður hagsmuna- kröfum þeirra, og svo er það enn í flestum þeim löndum, þar sem verka- lýðshreyfingin er ekki bönnuð. S'pakmæli. Það er fásinna, að ætla sér að vera öllum til geðs. Það er sama, í hvaða átþ maðurinn snýr; hann neyðist alltaf til að snúa bakinu að ein- hverjum. Margir stærstu sigurvinningar eru unn- ir i smá skærum hverdagslífsins. — Ekki í styrjöldum á milli þjóða. ÚTVARPSTÍÐINDI 403

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.