Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 12
FjölsWyldan ætlar út að sUemmta sér ORÐAíá^ 161 M erkingwrug lun. Einu sinni voru Bakkabrœður hœtt komnir. peir þógu sér um fætur, en þekktu ekki að því búnu, hvaða lappir hver þeirra átti, og sátu yfir þeim ráð- þrota. Um síðir fengu þær svipuhögg, þá bar hvei' kennsl á sínar og týndi þeim ckki aftur fyrst um sinn. Greindari mönnum en Bakkabræðrum getur mistekizt að koma fyrir sig fót- unum í orði, ef þeii' þurfa lón. Stundum er þá sagt: „Bara ég gæti lánað tíkall! Geturðu lánað mér hann?“ Orðið „mér“ sýnir, að sá, sem talar, vill sjólfur nota þessar tíu krónur, sem hann hefur dönskulega gæluorðið „tikall" um. En so. lóna notar hann í tveim svo gagnstæðum merkingum, að „mitt lán“ og „þitt lón“ er eins ruglað og lappir Gísla, Eiríks og Helga. í fyrri setning hans er merkingin alröng og vitaverð. 1 reykvískum auglýsingum getur að líta setningar sem þessar: „Vil lána mót- orhjól. Má vera óstandsett". Á íslenzku gæti það verið: Óska bifhjóls að láni, má vera óviðgert. — Eða hver veit, nema auglýsingin þýði: Get lánað bifhjólið mitt, sem verður þó að fara óviðgert í lánið! þm-na eru enn álappavandræði Bakkabræðra. Munum það, að lána þýðir að réttu lagi aldrei annað en ljá e-m e-ð. Fyrir hinni gagnstæðu merkingu (fá að lóni) er eng- inn fótur, engin löpp, nema apans, sem étur eftir gallaða dönsku. það skal viðurkennt, að í tungunni er fjöldi tvíræðra orða, sem þyrftu að fá ákveðnar merkingar, t. d. so. leigja, sem varð tvíræð þegar i fornlögum. En slíkt er engin afsökun þess að lofa merkingum annarra orða að ruglast. Björn Sigiússon. nefnist gamanleikrit, sem leikið verð- ur í útvarpið laugardaginn 3. maí. Þetta er mjög spaugilegur og skemmtilegur leikur, staðfærður. — Hinn vinsæli gamanleikari, Haraldur Á. Sigurðsson, leikur eitt hlutverkið. Indriði Waage er leikstjóri. »Látum gróa grund og móa« Ég vildi ég fengi flutt þig skógur heim í fjallahlíð og dalarann; svo klæða mætti ég mold á stöðum þeim, er mest ég ann. H. H. Það hefur lengi verið draumur okk- ar Islendinga að klæða land okkar skógi, eins og það var til forna. Næst draumunum komu ljóð skáldanna um skóginn. „Fagur er dalur og fyllist skógi, og frjálsir menn, þegar aldir renna“, sagði Jónas Hallgrímsson. Og loks komu einstaklingarnir með framkvæmdirnar. Þeir voru fyrst fá- ir, því að of margir landsmenn töldu sér „lítinn yndisarð, að annast blómgvaðan jurtagarð". Fleiri og fleiri bættust þó í hópinn, skógar- leifar voru friðaðar og verndaðar, trjágarðar myndaðir hjá sveitabæj- um og í kaupstöðum, skógræktarfé- lag stofnað. Stofnun skógræktarfélagsins er merkur þáttur í þróunarsögu okkar á síðustu áratugum. Nú hefur félag- ið kynningar-kvöldvöku í útvarpinu þ. 30. apríl. Ræðumenn verða Valtýr Stefánsson, Hákon Bjarnason, Guð- mundur Marteinsson, H. J. Hólmjárn og Helgi Tómasson. Takmurk okkar er: 1000 nýir kaupenclur blaösins á þessu ári. 404 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.