Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 14
segi fyrir mig, og enda marga fleiri hér um slóðir ,að við skemmtum okkur ekki við annað betur en að heyra Helga Hjörvar segja frá slíku, enda lœtur hon- um fátt betur en að lýsa íslenzku glím- unni. pað er rétt eins og hann lifi sig inn í hverja hugsun og hreyfingu glímu- mannanna, þegar hann segir frá viður- eigninni, svo að jafnvel þeir, sem aldrei hafa séð glímt, hafa unun af að heyra. það er nú mikið talað um að hlúa að því sem þjóðlegt er og alíslenzkt. íslenzku kennslan og ýmis erindi, eru fagur vott- ur um þá vakningu. En mér er spum: Er ekki ísl. glíman, eða á að vera, nœst- um eins þjóðleg og móðurmálið? Hvers á hún að gjalda að vera ekki oftar með? íþróttamálin eru svo mikilsverður og heilbrigður þáttur í þjóðlífi okkar, að nauðsynlegt er að efla þau og glæða með- al landsmanna, þvi líkamlegt atgjörfi og andlegt heilbrigði fer oftast saman. Útvarpið er hér eins og oftar, hentugt tæki til eflingar þessu máli. það er þó náttúrlega ekki hlutverk forráðamanná útvarpsins fyrst og fremst að hafa for- göngu í þessu, en það er þjóðleg skylda þeirra að greiða svo fyrir því sem verða má. Vestfirðingur. Úr ruslakisiu Stökur, 8em oröið hafa til í vetur. Páll ísólfsson, sem orðinn er mjög vin- sæll í útvarpinu, minntist eitt sinn á kven- hylli Davíðs Stefánssonar, og öðru sinni á stúlku, sem stungið hafði upp á því við hann, að stofnað væri til ástakvölda í út- varpinu. Þessar tvær vísur eru um það: — . _ .. _ - _•. '■ V. » .1 's* . .■-? Davíð kveikti í konum bál, en hvikar Evu dætur, allar fara að elska Pál, ef hann svona lætur. Útvarpið sín víkkar völd og vinnur að góðu máli,. að eigna konum ástakvöld, og allra helzt með Páli. Dagskrárbreyting (tilkynning frá Útvarpsráði). Athygli skal vakin á því, að niður fellur söngur Karlakórsins „Kátra félaga“, sem áttu að syngja á sum- ardaginn fyrsta samkvæmt dag- skránni í síðasta hefti Útvarpstíð- inda. í stað kórsins syngur átta manna flokkur vor- og sumar- söngva. í erindi, sem Pétur Sigurðsson flutti í vetur, var talað dálítið um Reykjavík á þann hátt, að manni skildist, að ekki væri þar allt 1 lagi. — Þá var spurt: Ætli þessum ósóma einhver trúi maður, að syndarinnar Sódóma sé vor höfuðstaður. Próf. Sig. Nordal vill að konurnar taki sér frí frá innanhússtörfum og kynnist náttúrunni. Afleiðingarnar urðu: Eldurinn dauður, kaffið kalt, konan úti á fönnum. Þetta ber að þakka allt þekktum andans mönnum. Um hina svokölluðu æðri tónlist, sem fjöldinn ekki kann að meta: Flautir voru froða og hjóm, en fóðurgildið rýrt. Svipuð finnst mér tónlist tóm, en tækið mitt of dýrt. Óheppilegir varaþulir: f Hörður fór, hvort tóku hann tröll? Tæp er hylli manna. — Og Broddi raspar innan öll eyru hlustendanna. H. 406 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.