Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Blaðsíða 3
I ViÖtal við FriÖfinn Guöjónsson leikara. Eitt þúsunci og íimm hundruð kvöld á leihsviði. Friðfinnur Guðjónsson er útvarps- hlustendum að góðu kunnur, og ég held, að ekki sé á neinn hallað, þó að talað sé um Frjðfinn sem einhvern vinsælasta leikara þjóðarinnar. Hann ætlar að lesa smásögu í útvarpið þ. 4. maí n. k. Brá ég mér því til hans og ræddi við hann um minningar hans frá leikstarfsemi undanfarna áratugi. Friðfinnur er fús til samræðu, léttur í máli og glaður. Ég hef orð á því, að nú sé hann hættur við prentiðnina. — Já, ég var „keyrður" heim, þeg- Friðfinnur Guðjónsson. „pað bezta, sem guð hefir skapað er hákarl og brennivín — næst á eftir konunni“. ar ég varð sjötugur, síðastliðið haust, en þá hafði ég unnið við prentverk í 53 ár. Það er töluvert langur tími; og jafnframt þessu hef ég stundað leiklistina jöfnum höndum í 50 ár. — Og hvar var það, sem þú hófst prentaranámið og leikstörfin? — Ég er Eyfirðingur að ætt og uppruna, hóf prentaranám hjá Birni Jónssyni, ritstjóra Fróða á Akureyri, sigldi því næst til Kaupmannahafn- ar og hélt náminu áfram, en er heim kom, settist ég að í Reykjavík. En fyrsta hlutverk mitt var í „Helga magra“, sem leikinn var á þjóðhátíð Eyfirðinga árið 1890, þegar minnzt var þúsund ára landnáms í Eyjafirði. —- Og síðan hefur hvert hlutverkið rekið annað? Þau eru sjálfsagt orðin mörg alls? — Ójá, ég hélt nú tölu yfir þau, þangað til komið var yfir 170, en þá fipaðist ég í bili, en nú reiknast mér, að ég muni vera búinn að vera leikandi í 200 sjónleikjum, og þar að auki nokkrum útvarpsleikjum. Nú förum við báðir að reikna út, hvað Friðfinnur sé búinn að koma ÚTVARPSTÍ»INDI 411

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.