Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Blaðsíða 7
í RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUNNI VIÐTAL VIÐ PORSTEIN JÓSEFSSON Þorsteinn Jósefsson er blaðamaður hjá dagblaðinu Vísi. Hann er að finna í skrifstofu sinni, þegar hann er ekki einhversstaðar annarsstaðar! Þegar ég ber að dyrum að þessu sinni, er hann við. Og hér er ég kom- inn með blýant og blað og fer þess kurteislega á leit við minn heiðraða collega, að ég fái að hripa niður ævi- söguna hans. Og þó að það sé nú hin persónulega skoðun Þorsteins, að margt gætum við þarfara tekið okk- ur fyrir hendur, veit hann, að við blaðamenn þýðir ekki að mögla og býður mér sæti. — Þú ert Borgfirðingur. — Já, og kominn af galdramönn- um og öðru galdrahyski, þ. á. m. Snorra á Húsafelli. Sjálfur er ég þó ekkert göldróttur, segir Þorsteinn. Um hið síðastnefnda þori ég und- irritaður ekkert að fullyrða. Það má nota galdra til fleira en ills, og Þor- steinn þykir ótrúlega hagur á margt, t. d. að gera hversdagsleikann að glæstri fegurð á ljósmynd. — En svo ertu af einni mestu skáldaætt héraðsins. Af skáldum og fræðimönnum hefur Borgarfjörður- inn löngum verið ríkur. — Stoltastur er ég af Þorsteini úr Bæ. Hann var einn af gáfuðustu mönnum, sem ég hef þekkt, en sér- lundaður var hann, og samdi sig hvorki að háttum né skapi almenn- ings. Ég hef alltaf dáðst að sérvitr- ingum og kenjafólki, og ég finn mig í skyldleika við það. — Eiginlega byrja nú.flestar ævi- sögur á fæðingardeginum, skýt ég inn í. — Ég er fæddur 1907. Um afmæl- isdaginn vil ég helzt ekki geta, þá heimta kunningjarnir af manni fyllirí, og því tími ég ekki. — Og skólagangan? — Því nær engin. í barnaskóla hef ég aldrei komið, en ég var einn vetur í Menntaskólanum og las þar reyfara og landsyfirréttardóma. Nú þykja mér þær bækur sízt betri en kennslubækur, að undanskildu kann- ske Kverinu. — Er þér í nöp við Kverið? — Það er átakanlegasta bók, sem ég hef lesið — markaskrár ekki und- anskildar. Það var Kverinu að kenna, að ég gekk í berhögg við tíðaranda umhverfis míns, og afsagði að láta ferma mig. — Því hlýturðu að sjá eftir. — Sei, sei, nei. Ég er stoltur af því. Að vísu sögðust heiðarlegir ná- grannar mínir helzt ekki telja mig til mannfélagsins upp frá því. En það er yfirleitt félagsskapur, sem ég kæri mig kollóttan um. Hins vegar á það víst að heita svo, að ég tolli í mannfélaginu ennþá, því að í kven- félag hefi ég aldrei gengið. — Og svo — Á næstu árum gerðist ég „íþróttaidjót", og hljóp á nærbuxun- um út um móa og keldur, öllu heið- arlegu fólki — og þá auðvitað sér í lagi siðprúðu kvenfólki — til hugai'- angurs og hrellinga. — Hvenær fórstu svo að spekjast og gerast ráðsettur? — Ráðsettur hefi ég aldrei verið. Og mér er í nöp við svoleiðis sinn- að fólk. — Það næsta sögulega var utanlandsför. Fyrst fór ég til Þýzka- lands. Og þar var ég hundeltur af ÚTVARPSTÍÐINDI 415

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.