Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Blaðsíða 13
. . . Enginn taki það svo, að ég telji í>. Ö. St. ekki verðugan hlýlegra orða — fjarri fer því — ég er einn þeirra, sem er ánœgð- astur með hann af öllum þeim þulum, sem vi'ð liöfum átt kost á hingað til, en mér finnst Þorsteinn bara ekkert betri þulur nú en áð- ur, þegar hanu var aukaþulur. Það kemur eins oft fyrir og áður, a'ð hann rekur í vörð- urnar og misles. Er það vegna þess, að hann liafi vanrœkt að lesa. yfir þafs sem linnn á að flyt.ja, eða er þaö vegna- þess, að hon- úm berist handritin of seint"? B. S. . . . Rödd ungfrú Kristínar Einarsdótt- ur er tvímœlalaust einhver fallegasta og geðfelldasta kvenrödd, sem enn hefur heyrzt í útvarpinu. . . . Fyrir hönd ótal útvarpshlustenda skora ég á úrvarpsráð að gefa ungfrúnni kost á að syngja hið bráðasta aftur. Enn fremur munu margir óska að sjá mynd af henni í Utvárpstíðindum og fá að vita oinhver deili á henni önnur en nafnið. . . . Það var mjög ánægjulegt að hlusta á frásögu Gils Guðmundssonar um vestfirsk- an afrcksmann, scm hann flutti nú fyrir skömmu. Þó aö raddblær fyrirlesarans væri ekkert sériega fjörlegur, var létt yfir máli hans: En það, sem kemur mér til að grípa penna í hönd, er fyrst og fremst það, aö ég vil vekja .athygli manna á því, að þarna var á ferðinni mjög glæsilegur sagnaritari á gamlan og góðan ísl. mælikvarða. Hann ritar mjög fallegt mál. Úr því enginn hefur haft orð á þessu né þakkað Gils opinber- lega fyrir erindið, vil ég leyfa mér aö gera það •.. Verkamaður í Reykjavík- Barnatímar. . . . Það eru fleiri en börnin, sem hlusta á barna.tímana, þeir eru vinsæll dagskrár- liður hjá ungum sem gömlum, a. m. k. hjá okkur, sem búum utan höfuöstaðarins og höfum ekki margt við að unn. Mis.jafnlegn vel fakast þeirþeins og önnur dagskrárat- riði. Skemmtilegast er þegar börnin sjálf lesa, syngja eða leika á hljóðfæri. Og ef satt skal segja, þykir mér sjiddnast gaman aÖ þeim tímum þegar himr fullorðnu taia eingöngu. • .. Barnatímarnir þurfa 'ið vera fleiri eð.\ iengri, og ættu ekki að fa'ln niður yfir sum- armánuöina. Börnin, sem dvelja í sveitinni í smnar, y.'ðu vafalaust fáu fegnan en því, að fá að hlusta á barnatíma við og við. Og í samar ætti að vera lesin útvarpssaga fvrir börn- in. Upplesarinn yrÖi að vera við þeirra hæfi t. d. Þorsteinn 0. Stephensen, þ\í öll börn elska rödd hans. Sagan þarf að veru skemmtileg og um leið lærdómsrík unglinga- saga. Þá þætti og öllum gaman aö heyra bréf frá börniun, sem dvtlja í sveit í smn- ar, margt hafa þau vafalaust að segja. H. J. Ný tækni við leikritaflutning í útvarpinu. þann 19. apríl var útvarpað leikþætti eftir danska skáldið 0. Benzon. Leikend- ur voru Haraldur Björnsson og Sigrún Magnúsdóttir; söng ungfrúin einnig ein- söng í leiknum. Menn hafa sjálfsagt veitt því atliyggli að útscndingin var óvenju skýr og á- heyrileg að þessu sinni. Blaðið hefur snúið sér til Har. Bj., stjórnanda leiksins, og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar: — Ný t ækni voru notuð við þessa útsendingu. Sér- stakt leiksvið — eða lcikstofa — hefur verið útbúið í útvarpssalnum. Sagði Har- aldur, að oft hafi verið erfitt að flytja leikrit í stóra salnum, svo að talið nyti sín til fulls. Bergmáls hefur gætt, og rnörg fínustu blæbrigði málsins hafa ekki heyrst á eðlilegan hátt. Með þessu nýja fyrirkomulagi _œtti þessum vandkvæðum að vera af létt, eftir því sem dæma má af fyrrnefndri útsendingu. Er ekki að efa, að útvarpshlustendur eru þakklátir fyrir allt, senr gert er til bóta i þessum efnum. ÚfVARPSTÍÐINDI 421

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.