Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Blaðsíða 14
Staka, sem nýlega líirtist í Utvarpstíðindum, er þar sögð vera eftir Jón Bergmann. Var þetta haft eftir Karli Halldórssyni, sem var honum vel kunnugur og hélt nýlega um iiann útvarpserindi. En í „þingeysk- um ijóðum" birtist sama vísan (þó með örlitlum orðamun) eftir þórarin Sveins- son bónda í Kílakoti á Kelduliverfi. Árni Óla blaðamaður og Guðrún Kristjánsdótt- ir frá Villingavatni, sem bæði liafa haft náin kynni af þórarni norður þar, fullyrða, að vísan sé eftir hann =— og samkvæmt upplýsingum þeirra er hún rétt þannig: Örðugan ég átti gang •yfir hraun og klungur. Einatt lá mér fjall í fang frá því ég var ungur. k. r. Fúskarar. J tvo síðustu árganga- ÚtvarpstíiSinda hef ég iiðru hvoru ritað um það ni. a. hvernig mér félli í geð eitt og annað, sem flutt hef- ur verið í útvarpinu. Jíg hef skrifáð undir þesssar klausuv mínar fyrsta stafinn í nafni mínu, og svo niun ég gera framvegis. - 10g' vil taka það fram, að ástæðan til þess, að ég' hef ekki skrifað undir fullu nafni, er ekki sú, að ég hafi ekki viljað gangast við þessum greinastúfum mínum. Eg hef aldrei liaft það fyrir leyndarmál, að ég væri höf- undur þeirra. Mér fannst litlu skipta livort menn vissu nafn mitt eða ekki. J'Jg var að- eins ein rödd úr liópi hlustenda og ég sagði aðeins mitt álit, stundum studdist ég auk þess við álit ýmissra annara. Menn áttu ekki að dæmá um réttmæti dóma minna, eft- ir því hvað ég héti, heldur hinu, livernig þeir voru — og svo skal enn. Við Islendingar erum einhver mesta i'úskara þjóð í heimi. Við höfum aldrei haft efni á því, að lifa inenningarlífi. Þó höfum við veri'ð að fúska við það og náð fur&anlegum árangri. — FJest menningarafrek okkar hafa verið unnin í hjáverkum. Hér eru flestir fúsk- arar með takmarkaða.kunnáttu. Eftir þessum forsendum verða dómend- úr að dæma og dómendurnir að vera dæmd- ir. Fúskarar dæma fúskara. Þetta leyfi ég mér að taka fram í eitt skipti fyrir öll, livað mér sjálfum viðkemur og lnínum dóm- um. Með slíku hugarfari dæmi ég um menn og^málefni — eftir viti og kunnáttu eða kunnáttuleysi — og eftir þessu eiga dómar mínir að metast. J. ú. V. Um þrjá leiki. „Sroluhúsið á Urðarheiði". Sagan í leik- ritinu var falleg, en hún v»r alltof alvarleg itil þess að „brandararnir“ sem framreiddir voru í upphafi leiksins nytu sín. Ég var bú- inn að missa allan áhuga fyrir leiknum, þeg- ar hann allt í einu og óvænt reis með sög- unni um elskendurna. Það va.r falleg saga, iskáldleg, og óraunhref eins og fegurstu þjóðsögurnar okkar. Indriði Waago lék vel ssitt hlutverk. Það var í rauninni eini leik- andinn, sen\ hafði hlutverk — uppliaf og endir leiksins virtist búin til utan um ástar- söguna — og þesSar umbúðir hefðu mátt vera minni. Eg held að efnið hefði notið sín betur í smásögu en leik, hefði þá vel átt við nýjung Indriða Waage um samlestur. — „Húmorinn“ var „gálgahúmor“ og þarna átti engin gamansemi við- Eg varð fyrir vonbrigðum með Shaw-leik- inn „1 upphafi". Ekki mun það þó liafa verið höfundinum að kenna. Leikendunum tókst ekki að blá.sa lífi í þennan alvarlega og vizkuþrungna leik. I aðalhlutverkið var ekki heppilega valið. Frú Regina var ekki nógu iirugg og sterk, og svo las hún sumt, sem hún sagði, en lék það ekki. Jón Aðils var þarna í essinu sínu, e. t. v. hefur hann aldrci fengið hlutverk, sem honum hefur tekist betur ineð. Þorsteinn og- Lánis hafa oft „gert meiri lukku“. Ekki fannst mér merkilegt leikritið „Forn- ar ástir“ eftir þennan danska höfund, Ben- zon. Margtuggin magasin-saga. Ekkert nýtt, ekkert óvænt. — Það vildi til að maður fékk Alfreð á eftir. Það var þó skemmtileg „vitleysn", sem haiin hafði á boðstólum. J. Nýir áskrifendur fá yfirstand- andi árg. fyrir 5,00 kr. 422 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.