Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Blaðsíða 2
Frú ein í Vestmaimaeyjum œtlaöi til Reykjavíkur. „J>ið fáið ágœtis veður suður núna", sagði maður við hana á bryggjunni. „Ég a það sannarlega skilið", sagði frú- in. „Ég fer ekki svo oft til Reykjavikur". Um daginn vildi það slys til, þegar flugvélin „Örninn" œtlaði að hefja sig til flugs á flugvellinum í Reykjavík, að hún náði sér ekki nógu hátt á loft og rakst á einn hermannaskálann og gjöreyðilagð- ist. f flugvélinni var, auk flugmannsins, stúlka, sem œtlaði til Akureyrar. Sakaði þau hvorug og var það talið undravert. J>að fyrsta, sem stúlkan sagði, er hún hafði skriðið út úr flugvélarbrakinu, var: „Ætli ég geti ekki komizt norður með „Haferninum"." (Hin ísl. flugvélin). Hún hafði ekki misst móðinn. Tvær stúlkur gengu eftir götu í Reykja- vík að kvöldlagi í vetur. Rretar tveir véku sér að þeim og buðu gott kvöld. önnur stúlkan varð fyrir svörum: „Are you gentlemen?"' ÚTVARPSTÍÐINDI koma út vikulega atS vetrinum, 28 tölubl. 16 blatSsISur hvert, og hálfsmánatSarlega atS sumrinu, 8 sltSur í senn. Árgangunnn kostar kr. 7,50 til áskrifenda og greitSist fyrirfram. í lausasölu kostar heftið 35 a. Ritstíórar og ábyrgtSarmenn: GUNNAR M. MAGNÚSS, Vegamðtum, Seltjarnarnesl JÓN ÚR VÖR, Ásvallag. 5. AfgreitSsIa á. Laugavegi 18. — Slmi 5046. Útgrefnndli H/f. Hluntnndinn. ísaíoldarprentsmitSja h/f. Rretunum varð orðfátt, en stúlkurnar héldu leið sína óáreittar. Eftirfarandi er haft eftir gamalli konu á Norðurlandi: „Ja, er það ekki eins og ég segi, þeir snúa öllu niður, sem upp á að snúa. Lítið t. d. á alla viðhöfnina og ósköpin og gauraganginn, þegar eitthvert stórmennið deyr, og því er stungið ofan í gröfina; en þegar slíkt stórmenni fœð- ist, þá er ekki svo mikið, sem að köttur gelti." Vísa. Ast er lifsins œðsta lán, angurs þerrir tárahregg. Hver sem lifir ástar an, er auðþekktur á hár og skegg. örn Arnarson. Orflsending fiil úfvarpsnolenda o?í úfsölumanna vlðtcekfa. Að gefnu tilefhi, eru allir þeir útvarpsnotendur úti á landi, sem senda viðtæki til Viðgerðarstofu útvarpsins áminntir um, að láta ávallt fylgja viðtækjunum sjálfum, nafn og hefm- ilisfang eiganda og sendanda. Ennfremur sem gleggsta lýsíngu á bilun viðtækisins. Greiðir það mjög fyrir fljótri og ábyggilegri afgreiðslu. Viðgerðarstofa útvarpsins m ÚTVARPSTÍÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.